Gengur aftur á bak upp Esjuna Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2014 11:25 Vilborg Arna Gissurardóttir og Selma Björk Hermannsdóttir. Á morgun, laugardaginn 13. desember, gengur Vilborg Arna Gissurardóttir upp Esjuna - aftur á bak - til styrktar baráttunni gegn einelti. Þetta er hluti af áskorun sem hún tók í tengslum við fjáröflunarátak Barnaheilla - Jólapeysuna. Í ár er safnað fyrir Vináttu - forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Selma Björk Hermannsdóttir, baráttukona gegn einelti hefur lagt Jólapeysunni lið og ætlar að hvetja Vilborgu áfram og ganga með henni upp - þó ekki aftur á bak. Selma varð þekkt eftir að hún skrifaði grein um einelti sem hún varð fyrir frá því hún var í leikskóla vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í framhaldinu fór hún að halda fyrirlestra með föður sínum í skólum. Saga Selmu er táknræn fyrir Vináttu-verkefnið sem verið er að safna fyrir, því hún varð fyrst fyrir barðinu á einelti í leikskóla. Þangað má oft rekja rætur eineltis og þess vegna er afar mikilvægt að hefja forvarnir strax þá. Vilborg og Selma leggja af stað í birtingu á morgun, eða um klukkan 11 og ætla að safna þannig áheitum. Með þeim í för verða einnig nokkrir aðrir einstaklingar sem styðja baráttuna gegn einelti og aðrir eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Selma fer alla leið upp á topp Esjunnar. Þetta er því mikið afrek hjá þeim báðum, afturgöngunni Vilborgu og Selmu sem fer alla leið á toppinn. Þær eru að leggja ótrúlega mikið á sig til að vinna gegn einelti og eiga svo sannarlega skilið að það skili sér í áheitasöfnuninni. Áheitasíða Vilborgar má sjá hér.Einnig er hægt að heita á þær með sms-um: 1.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1510 2.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1520 5.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1550 Vilborg Arna Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sjá meira
Á morgun, laugardaginn 13. desember, gengur Vilborg Arna Gissurardóttir upp Esjuna - aftur á bak - til styrktar baráttunni gegn einelti. Þetta er hluti af áskorun sem hún tók í tengslum við fjáröflunarátak Barnaheilla - Jólapeysuna. Í ár er safnað fyrir Vináttu - forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Selma Björk Hermannsdóttir, baráttukona gegn einelti hefur lagt Jólapeysunni lið og ætlar að hvetja Vilborgu áfram og ganga með henni upp - þó ekki aftur á bak. Selma varð þekkt eftir að hún skrifaði grein um einelti sem hún varð fyrir frá því hún var í leikskóla vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í framhaldinu fór hún að halda fyrirlestra með föður sínum í skólum. Saga Selmu er táknræn fyrir Vináttu-verkefnið sem verið er að safna fyrir, því hún varð fyrst fyrir barðinu á einelti í leikskóla. Þangað má oft rekja rætur eineltis og þess vegna er afar mikilvægt að hefja forvarnir strax þá. Vilborg og Selma leggja af stað í birtingu á morgun, eða um klukkan 11 og ætla að safna þannig áheitum. Með þeim í för verða einnig nokkrir aðrir einstaklingar sem styðja baráttuna gegn einelti og aðrir eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Selma fer alla leið upp á topp Esjunnar. Þetta er því mikið afrek hjá þeim báðum, afturgöngunni Vilborgu og Selmu sem fer alla leið á toppinn. Þær eru að leggja ótrúlega mikið á sig til að vinna gegn einelti og eiga svo sannarlega skilið að það skili sér í áheitasöfnuninni. Áheitasíða Vilborgar má sjá hér.Einnig er hægt að heita á þær með sms-um: 1.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1510 2.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1520 5.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1550
Vilborg Arna Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sjá meira