Gengur aftur á bak upp Esjuna Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2014 11:25 Vilborg Arna Gissurardóttir og Selma Björk Hermannsdóttir. Á morgun, laugardaginn 13. desember, gengur Vilborg Arna Gissurardóttir upp Esjuna - aftur á bak - til styrktar baráttunni gegn einelti. Þetta er hluti af áskorun sem hún tók í tengslum við fjáröflunarátak Barnaheilla - Jólapeysuna. Í ár er safnað fyrir Vináttu - forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Selma Björk Hermannsdóttir, baráttukona gegn einelti hefur lagt Jólapeysunni lið og ætlar að hvetja Vilborgu áfram og ganga með henni upp - þó ekki aftur á bak. Selma varð þekkt eftir að hún skrifaði grein um einelti sem hún varð fyrir frá því hún var í leikskóla vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í framhaldinu fór hún að halda fyrirlestra með föður sínum í skólum. Saga Selmu er táknræn fyrir Vináttu-verkefnið sem verið er að safna fyrir, því hún varð fyrst fyrir barðinu á einelti í leikskóla. Þangað má oft rekja rætur eineltis og þess vegna er afar mikilvægt að hefja forvarnir strax þá. Vilborg og Selma leggja af stað í birtingu á morgun, eða um klukkan 11 og ætla að safna þannig áheitum. Með þeim í för verða einnig nokkrir aðrir einstaklingar sem styðja baráttuna gegn einelti og aðrir eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Selma fer alla leið upp á topp Esjunnar. Þetta er því mikið afrek hjá þeim báðum, afturgöngunni Vilborgu og Selmu sem fer alla leið á toppinn. Þær eru að leggja ótrúlega mikið á sig til að vinna gegn einelti og eiga svo sannarlega skilið að það skili sér í áheitasöfnuninni. Áheitasíða Vilborgar má sjá hér.Einnig er hægt að heita á þær með sms-um: 1.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1510 2.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1520 5.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1550 Vilborg Arna Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Á morgun, laugardaginn 13. desember, gengur Vilborg Arna Gissurardóttir upp Esjuna - aftur á bak - til styrktar baráttunni gegn einelti. Þetta er hluti af áskorun sem hún tók í tengslum við fjáröflunarátak Barnaheilla - Jólapeysuna. Í ár er safnað fyrir Vináttu - forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Selma Björk Hermannsdóttir, baráttukona gegn einelti hefur lagt Jólapeysunni lið og ætlar að hvetja Vilborgu áfram og ganga með henni upp - þó ekki aftur á bak. Selma varð þekkt eftir að hún skrifaði grein um einelti sem hún varð fyrir frá því hún var í leikskóla vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í framhaldinu fór hún að halda fyrirlestra með föður sínum í skólum. Saga Selmu er táknræn fyrir Vináttu-verkefnið sem verið er að safna fyrir, því hún varð fyrst fyrir barðinu á einelti í leikskóla. Þangað má oft rekja rætur eineltis og þess vegna er afar mikilvægt að hefja forvarnir strax þá. Vilborg og Selma leggja af stað í birtingu á morgun, eða um klukkan 11 og ætla að safna þannig áheitum. Með þeim í för verða einnig nokkrir aðrir einstaklingar sem styðja baráttuna gegn einelti og aðrir eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Selma fer alla leið upp á topp Esjunnar. Þetta er því mikið afrek hjá þeim báðum, afturgöngunni Vilborgu og Selmu sem fer alla leið á toppinn. Þær eru að leggja ótrúlega mikið á sig til að vinna gegn einelti og eiga svo sannarlega skilið að það skili sér í áheitasöfnuninni. Áheitasíða Vilborgar má sjá hér.Einnig er hægt að heita á þær með sms-um: 1.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1510 2.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1520 5.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1550
Vilborg Arna Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira