Hugleikur sár og svekktur út í Þjóðleikhúsið Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2014 13:04 Hugleikur segir Ara hafa fengið blóðnasir, svo ömurlegt var handritið sem hann bauð leikhúsfólki Þjóðleikhússins uppá. Vísir/Valli/Stefán Stjórnendur Þjóðleikhússins hafa farið í nokkra endurskipulagningu á boðaðri verkefnadagskrá; söngleik eftir Hugleik Dagsson hefur verið frestað um óákveðinn tíma sem og nýju verki eftir Brynhildi Guðjónsdóttur: Fíll. Hugleikur er, samkvæmt yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-vegg sínum, langt í frá ánægður með þetta og bregður fyrir sig háði og ýkjustíl: „Þetta var versta handrit sem Þjóðleikhúsið hafði lesið. Það þurfti að lofta út eftir samlestur og Ari fékk blóðnasir þegar hann las fyrsta söngtextann.“ Vefritið Nútíminn ræddi við Ara vegna frestunarinnar en hann segir ástæðuna fyrir frestuninni meðal annars vera að handritið var ekki tilbúið til æfinga ásamt því að leikarar og hljómsveitarmeðlimir voru í öðrum verkefnum. Selma Björnsdóttir er leikstjórinn en rokksöngleikur Hugleiks, Loki, byggir á goðafræðinni með augum Hugleiks. Á vefsíðu Þjóðleikhússins er greint frá því að Arnmundur Ernst Backman, Hannes Óli Ágústsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Stefán Karl Stefánsson séu á meðal leikara. Ekki tilbúið handrit, að sögn Ara, en Hugleikur bætir í og virðist telja eitt og annað ósagt þar um: „Þetta leikhús kann bara ekki slæmt að meta. Alltaf að heimta að ég setti „sögu“ og „boðskap“ í verkið. Hvað í andskotanum sem það nú er,“ spyr Hugleikur. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stjórnendur Þjóðleikhússins hafa farið í nokkra endurskipulagningu á boðaðri verkefnadagskrá; söngleik eftir Hugleik Dagsson hefur verið frestað um óákveðinn tíma sem og nýju verki eftir Brynhildi Guðjónsdóttur: Fíll. Hugleikur er, samkvæmt yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-vegg sínum, langt í frá ánægður með þetta og bregður fyrir sig háði og ýkjustíl: „Þetta var versta handrit sem Þjóðleikhúsið hafði lesið. Það þurfti að lofta út eftir samlestur og Ari fékk blóðnasir þegar hann las fyrsta söngtextann.“ Vefritið Nútíminn ræddi við Ara vegna frestunarinnar en hann segir ástæðuna fyrir frestuninni meðal annars vera að handritið var ekki tilbúið til æfinga ásamt því að leikarar og hljómsveitarmeðlimir voru í öðrum verkefnum. Selma Björnsdóttir er leikstjórinn en rokksöngleikur Hugleiks, Loki, byggir á goðafræðinni með augum Hugleiks. Á vefsíðu Þjóðleikhússins er greint frá því að Arnmundur Ernst Backman, Hannes Óli Ágústsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Stefán Karl Stefánsson séu á meðal leikara. Ekki tilbúið handrit, að sögn Ara, en Hugleikur bætir í og virðist telja eitt og annað ósagt þar um: „Þetta leikhús kann bara ekki slæmt að meta. Alltaf að heimta að ég setti „sögu“ og „boðskap“ í verkið. Hvað í andskotanum sem það nú er,“ spyr Hugleikur.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira