Illmennið í James Bond ekur á Jaguar Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2014 16:30 Svona lítur bíll illmennisins út í næstu James Bond mynd, Spectre. Þó James Bond, sem leikinn er af Daniel Craig, muni aka á afar huggulegum Aston Martin tilraunabíl þá verður bíll illmennisins ekki síður athygliverður bíll, eða Jaguar C-X75 Concept. Illmennið er jú sem kunnugt er leikið af Austurríkismanninum Christoph Waltz, en hann á skildmenni á Íslandi sem bera eftirnafnið Urbancic. Jaguar C-X75 tilraunabíllinn var kynntur með 850 hestafla tvinnaflrás, en þannig verður bíllinn ekki sem Waltz mun aka, heldur verður hann með 500 hestafla V8 vél úr smiðju Jaguar. Fer þar mun háværari vél en er í tilraunabílnum og er það ef til vill ástæðan fyrir vélarvalinu fyrir myndina. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent
Þó James Bond, sem leikinn er af Daniel Craig, muni aka á afar huggulegum Aston Martin tilraunabíl þá verður bíll illmennisins ekki síður athygliverður bíll, eða Jaguar C-X75 Concept. Illmennið er jú sem kunnugt er leikið af Austurríkismanninum Christoph Waltz, en hann á skildmenni á Íslandi sem bera eftirnafnið Urbancic. Jaguar C-X75 tilraunabíllinn var kynntur með 850 hestafla tvinnaflrás, en þannig verður bíllinn ekki sem Waltz mun aka, heldur verður hann með 500 hestafla V8 vél úr smiðju Jaguar. Fer þar mun háværari vél en er í tilraunabílnum og er það ef til vill ástæðan fyrir vélarvalinu fyrir myndina.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent