Vöxtur í bílasölu í Evrópu 15. mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2014 10:12 Volkswagen Golf, einn söluhæsti bíllinn í Evrópu. Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári. Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra. Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll. Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%. Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent
Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári. Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra. Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll. Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%. Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent