Ford lokar verksmiðju í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 16:03 Ford Galaxy. Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent
Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent