Heitt piparmyntukakó
1 1/2 bolli rjómi1 1/2 bolli mjólk
1/4 bolli sykur
170 g súkkulaði
1/4 - 1/2 tsk piparmyntudropar
Rjómi
1 bolli rjómi
2 msk flórsykur
1/4 tsk piparmyntudropar
Blandið saman rjóma, mjólk og sykri saman í potti og hitið yfir meðalhita þar til sykurinn er búinn að leysast upp. Bætið súkkulaðinu út í og hrærið. Blandið síðan piparmyntudropunum saman við.
Ef þið viljið hafa þeyttan rjóma með er rjóminn þeyttur og flórsykri og piparmyntudropum bætt út í.
Fengið hér.