Milljón Skódar í ár Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 15:24 Skoda Octavia er söluhæsti bíll fyrirtækisins. Gengi tékkneska bílaframleiðandans Skoda hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum og Skoda fagnar nú þeim áfanga að selja milljónasta bílinn á þesu ári, en það hefur ekki gerst áður. Milljónasti bíllinn sem afhentur var glöðum eiganda var af gerðinni Skoda Estate vRS 2.0 TSI, sem er 220 hestafla skruggukerra af langbaksgerð. Skoda seldi 932.000 bíla í fyrra og í ár stefnir í 10% söluaukningu. Sala Skoda hefur vaxið um ríflega 30% frá árinu 2010. Skoda hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 2000 og sala fyrirtækisins hefur vaxið stórum skrefum síðan. Velta Skoda nam 1.600 milljörðum króna í fyrra. Hjá Skoda vinna nú 26.000 manns og verksmiðjur fyrirtæksisn eru í Tékklandi, Indlandi, Kína, Rússlandi og Slóvakíu. Skoda selur fjórða hvern bíl nú í Kína og söluaukning Skoda í Kína í nóvember var 47%. Skoda er eitt af eldri bílafyrirtækjum Evrópu og var stofnað árið 1895. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent
Gengi tékkneska bílaframleiðandans Skoda hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum og Skoda fagnar nú þeim áfanga að selja milljónasta bílinn á þesu ári, en það hefur ekki gerst áður. Milljónasti bíllinn sem afhentur var glöðum eiganda var af gerðinni Skoda Estate vRS 2.0 TSI, sem er 220 hestafla skruggukerra af langbaksgerð. Skoda seldi 932.000 bíla í fyrra og í ár stefnir í 10% söluaukningu. Sala Skoda hefur vaxið um ríflega 30% frá árinu 2010. Skoda hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 2000 og sala fyrirtækisins hefur vaxið stórum skrefum síðan. Velta Skoda nam 1.600 milljörðum króna í fyrra. Hjá Skoda vinna nú 26.000 manns og verksmiðjur fyrirtæksisn eru í Tékklandi, Indlandi, Kína, Rússlandi og Slóvakíu. Skoda selur fjórða hvern bíl nú í Kína og söluaukning Skoda í Kína í nóvember var 47%. Skoda er eitt af eldri bílafyrirtækjum Evrópu og var stofnað árið 1895.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent