Miðasala er hafin á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves 2015 á heimasíðu hátíðarinnar. Sérstakt forsöluverð er í boði fyrir þá fyrstu sem kaupa sér miða.
Hátíðin verður haldin dagana 4 til 8. nóvember á næsta ári. Undirbúningur er þegar hafinn og verða fyrstu listamennirnir kynntir snemma á nýja árinu.
Í ár var uppselt á hátíðina og hefur fjöldi erlendra gesta sem heimsóttu Reykjavík á Iceland Airwaves aldrei verið meiri.

