Hingað og ekki lengra Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 13:43 Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent
Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent