Nýr CLA Shooting Brake frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 10:45 Mercedes Benz CLA Shooting Brake. Enn fjölgar bílgerðunum frá Mercedes Benz sem kynnt hefur mýmargar nýjar bílgerðir síðustu ár. Sá nýjasti er Shooting Brake útfærsla á CLA bíl Mercedes Benz. Bætist þessi bíll við CLA Coupe, GLA jepplinginn og A-Class og B-Class bílana sem hjálpað hefur Mercedes Benz að auka mjög sölu sína undanfarið og með því dregið mjög á BMW og Audi í sölu. Bílar af þessum gerðum hafa selst í 375.435 eintökum á fyrstu 10 mánuðum þessa árs og hefur orðið 24% aukning á sölu í þessum „compact“-bílaflokki Mercedes Benz á árinu. Nýi CLA Shooting Brake bíllinn er með langt húdd eins og coupe gerð CLA, en með hærra þak og hallar mikið aftur eins og coupe gerðin og verður afar sportlegur fyrir vikið. Hann er 4,63 metra langur og 6 mm lengri en BMW 3 wagon. Mjög stórt skottrými er í CLA Shooting Brake, eða 1.354 lítrar með aftursætin niðri og 495 lítrar ef það er uppi. Velja má um tvær gerðir dísilvéla og þrjár gerðir bensínvéla og hann má að auki fá fjórhjóladrifinn. Allar gerðirnar verða með Start/Stop búnaði. Bíllinn verður með sjálfvirkum hemlunarbúnaði sem staðalbúnað, sem og viðvörunarbúnaði gegn syfju ökumanns. Salan á bílnum hefst í janúar næstkomandi en verð hans er ekki ljóst enn. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Enn fjölgar bílgerðunum frá Mercedes Benz sem kynnt hefur mýmargar nýjar bílgerðir síðustu ár. Sá nýjasti er Shooting Brake útfærsla á CLA bíl Mercedes Benz. Bætist þessi bíll við CLA Coupe, GLA jepplinginn og A-Class og B-Class bílana sem hjálpað hefur Mercedes Benz að auka mjög sölu sína undanfarið og með því dregið mjög á BMW og Audi í sölu. Bílar af þessum gerðum hafa selst í 375.435 eintökum á fyrstu 10 mánuðum þessa árs og hefur orðið 24% aukning á sölu í þessum „compact“-bílaflokki Mercedes Benz á árinu. Nýi CLA Shooting Brake bíllinn er með langt húdd eins og coupe gerð CLA, en með hærra þak og hallar mikið aftur eins og coupe gerðin og verður afar sportlegur fyrir vikið. Hann er 4,63 metra langur og 6 mm lengri en BMW 3 wagon. Mjög stórt skottrými er í CLA Shooting Brake, eða 1.354 lítrar með aftursætin niðri og 495 lítrar ef það er uppi. Velja má um tvær gerðir dísilvéla og þrjár gerðir bensínvéla og hann má að auki fá fjórhjóladrifinn. Allar gerðirnar verða með Start/Stop búnaði. Bíllinn verður með sjálfvirkum hemlunarbúnaði sem staðalbúnað, sem og viðvörunarbúnaði gegn syfju ökumanns. Salan á bílnum hefst í janúar næstkomandi en verð hans er ekki ljóst enn.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent