Átta nýjar staðreyndir frá Audi Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 13:30 Audi Prologue hugmyndabíllinn markar framtíðarútlit Audi A8, A7 og A6. Þegar Audi kynnti hugmyndabíl sinn, Audi Prologue, á bílasýningunni í Los Angeles fyrir stuttu var margt haft eftir þróunarstjóra Audi, Marc Lichte. Allt varðaði það framtíðarsýn Audi á framleiðslubíla sína og vöktu þær að vonum athygli. Þær helstu voru þessar 1. Hugmyndabíllinn Audi Prologue markar framtíðarútlit A8, A7 og A6. Þessi bíll gefur tóninn fyrir útlit næstu kynslóðar allra þessara bílgerða og því verður svipur þeirra keimlíkur þrátt fyrir mismunandi stærð þeirra. 2. Fyrstur þeirra til að fá þetta útlit verður Audi A8. Til að leggja áherslu á mikilvægi A8 bílsins verður hann fyrstur og svo mun Audi vinna sig niður töluröðina og því yrði A7 næstur og A6 þeirra síðastur. Þar sem nú þegar er búið að hanna Audi A4, mun þetta útlit ekki skila sér í þeim bíl fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 ár. 3. Næsta gerð A7 veður áfram sama fegurðardrottningin. Marc Lichte lét hafa eftir sér að Audi A7 sé nú og verði áfram fallegasti Audi bíllinn í fjölskyldunni og það verði hann af nýrri gerð með sitt coupe-lag. Hann mun áfram halda karaktereinkennum sínum þrátt fyrir að verða enn lengra frá öðrum gerðum Audi en hann er nú. 4. Snertiskjárinn sem í stærri bílunum verða voru innblásin af snertiskjánum í Tesla bílunum. Lichte er einkar hrifinn af einfaldeika og iPad-líkri virkni skjásins í tesla Model S. Audi ætlar samt að gera skjáinn í Audi bílana ennþá betri. 5. Audi þarf nauðsynlega að framleiða bíl sem er stærri en A8. Pláss er fyrir enn flottara flaggskip en A8 og Audi hefur þegar hafið hönnun slíks bíls. Allar líkur eru til þess að hann muni fá nafnið Audi A9. 6. Audi TT-fjölskyldan mun stækka. Frumsýningar á tilraunabílunum TT Offroad í Peking, TT Sportback í Frankfürt og jepplingaútgáfa af Audi TT eru ekki skot út í loftið og líklega verður af framleiðslu þeirra allra. Þó hefur verið hætt við framleiðslu á Audi Nanuk Quattro sem einnig var sýndur í Frankfürt. 7. Sport Quattro Concept bíllinn sem sýndur var í Frankfürt í fyrr verður líklega framleiddur. Ekki er þó víst að mjög öflug Plug-In-Hybrid drifrás hans verði hin endnalega drifrás í bílnum og líklega verður hún tónuð niður í framleiðslubílnum. Engu að síður verður þetta bíll með engar takmarkanir sem sportbíll. 8. Þegar þú ert bílahönnuður er blíanturinn á lofti á öllum fundum. Lichte segir að þó hann sé oft á mikilvægum framleiðslufundum séu engar takmarkanir fyrir því að skissa niður nýjar framleiðslugerðir Audi bíla framtíðarinnar og oft komi það besta fram með þeim hætti. Audi er greinilega ekki á flæðiskeri statt með bílahönnuð í formi Lichte því aðeins örfáar hugmyndir hans verða að veruleika, en úr mörgu sé fyrir ákvörðunartaka Audi að velja. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Þegar Audi kynnti hugmyndabíl sinn, Audi Prologue, á bílasýningunni í Los Angeles fyrir stuttu var margt haft eftir þróunarstjóra Audi, Marc Lichte. Allt varðaði það framtíðarsýn Audi á framleiðslubíla sína og vöktu þær að vonum athygli. Þær helstu voru þessar 1. Hugmyndabíllinn Audi Prologue markar framtíðarútlit A8, A7 og A6. Þessi bíll gefur tóninn fyrir útlit næstu kynslóðar allra þessara bílgerða og því verður svipur þeirra keimlíkur þrátt fyrir mismunandi stærð þeirra. 2. Fyrstur þeirra til að fá þetta útlit verður Audi A8. Til að leggja áherslu á mikilvægi A8 bílsins verður hann fyrstur og svo mun Audi vinna sig niður töluröðina og því yrði A7 næstur og A6 þeirra síðastur. Þar sem nú þegar er búið að hanna Audi A4, mun þetta útlit ekki skila sér í þeim bíl fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 ár. 3. Næsta gerð A7 veður áfram sama fegurðardrottningin. Marc Lichte lét hafa eftir sér að Audi A7 sé nú og verði áfram fallegasti Audi bíllinn í fjölskyldunni og það verði hann af nýrri gerð með sitt coupe-lag. Hann mun áfram halda karaktereinkennum sínum þrátt fyrir að verða enn lengra frá öðrum gerðum Audi en hann er nú. 4. Snertiskjárinn sem í stærri bílunum verða voru innblásin af snertiskjánum í Tesla bílunum. Lichte er einkar hrifinn af einfaldeika og iPad-líkri virkni skjásins í tesla Model S. Audi ætlar samt að gera skjáinn í Audi bílana ennþá betri. 5. Audi þarf nauðsynlega að framleiða bíl sem er stærri en A8. Pláss er fyrir enn flottara flaggskip en A8 og Audi hefur þegar hafið hönnun slíks bíls. Allar líkur eru til þess að hann muni fá nafnið Audi A9. 6. Audi TT-fjölskyldan mun stækka. Frumsýningar á tilraunabílunum TT Offroad í Peking, TT Sportback í Frankfürt og jepplingaútgáfa af Audi TT eru ekki skot út í loftið og líklega verður af framleiðslu þeirra allra. Þó hefur verið hætt við framleiðslu á Audi Nanuk Quattro sem einnig var sýndur í Frankfürt. 7. Sport Quattro Concept bíllinn sem sýndur var í Frankfürt í fyrr verður líklega framleiddur. Ekki er þó víst að mjög öflug Plug-In-Hybrid drifrás hans verði hin endnalega drifrás í bílnum og líklega verður hún tónuð niður í framleiðslubílnum. Engu að síður verður þetta bíll með engar takmarkanir sem sportbíll. 8. Þegar þú ert bílahönnuður er blíanturinn á lofti á öllum fundum. Lichte segir að þó hann sé oft á mikilvægum framleiðslufundum séu engar takmarkanir fyrir því að skissa niður nýjar framleiðslugerðir Audi bíla framtíðarinnar og oft komi það besta fram með þeim hætti. Audi er greinilega ekki á flæðiskeri statt með bílahönnuð í formi Lichte því aðeins örfáar hugmyndir hans verða að veruleika, en úr mörgu sé fyrir ákvörðunartaka Audi að velja.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent