Milljónir í boði fyrir góða mynd af Beyonce og Jay Z Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2014 17:45 Beyonce og Jay Z eru einhver eftirsóttustu myndefni heims og nú eru ljósmyndarar á Íslandi gráir fyrir járnum. AFP Samkvæmt heimildum Vísis eru flestir ljósmyndarar landsins nú gráir fyrir járnum en boð berast nú erlendis frá, gull og grænir skógar fyrir góða mynd af þeim hjónakornum og tónlistarstjörnum Beyonce og Jay Z, sem stödd eru hér á landi. Eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með fréttum. Það sem menn eru að tala um er allt frá einni milljón fyrir gæðamyndir þá úr fjarlægð og allt upp í 10 til 15 milljónir, þá sem fyrstu greiðslu, fyrir góðar myndir úr fyrirhugaðri veislu, en til stendur að halda uppá 45 ára afmæli Jay Z í vikunni. „Það er algjört helvítis frenzy,“ sagði einn ljósmyndari sem ekki vill láta nafn síns getið. Sá segir að þetta séu boð frá myndveitum á borð við Corbis, sem er stærsta myndveita í heimi og svo Splash, sem er undir þeim. Ásgeir Ásgeirsson, aka GeiriX, verkefnisstjóri hjá PhotoPress staðfestir þetta upp að vissu marki. „Jú, það er rétt. Upphæðirnar geta mögulega skipt milljónum en allt fer þetta eftir gæðum myndanna. En, þá er ég að miða við beiðnir sem PressPhotos eru að fá frá þeim erlendum myndveitum sem PressPhotos er í samstarfi við,“ segir GeiriX og dregur ekkert úr því að það sé hugur í mannskapnum. Þegar Katie Holmes og Tom Crusie voru á Íslandi fyrri tveimur árum, og svo slitnaði uppúr þeirra sambandi í kjölfarið, þá segir sagan að Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari, sem náði mynd af þeim þar sem þau voru á gangi niður Skólavörðustíginn; síðustu myndinni sem náðist af þeim saman, hafi fengið milljónir, jafnvel tugi, fyrir þá mynd. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis eru flestir ljósmyndarar landsins nú gráir fyrir járnum en boð berast nú erlendis frá, gull og grænir skógar fyrir góða mynd af þeim hjónakornum og tónlistarstjörnum Beyonce og Jay Z, sem stödd eru hér á landi. Eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með fréttum. Það sem menn eru að tala um er allt frá einni milljón fyrir gæðamyndir þá úr fjarlægð og allt upp í 10 til 15 milljónir, þá sem fyrstu greiðslu, fyrir góðar myndir úr fyrirhugaðri veislu, en til stendur að halda uppá 45 ára afmæli Jay Z í vikunni. „Það er algjört helvítis frenzy,“ sagði einn ljósmyndari sem ekki vill láta nafn síns getið. Sá segir að þetta séu boð frá myndveitum á borð við Corbis, sem er stærsta myndveita í heimi og svo Splash, sem er undir þeim. Ásgeir Ásgeirsson, aka GeiriX, verkefnisstjóri hjá PhotoPress staðfestir þetta upp að vissu marki. „Jú, það er rétt. Upphæðirnar geta mögulega skipt milljónum en allt fer þetta eftir gæðum myndanna. En, þá er ég að miða við beiðnir sem PressPhotos eru að fá frá þeim erlendum myndveitum sem PressPhotos er í samstarfi við,“ segir GeiriX og dregur ekkert úr því að það sé hugur í mannskapnum. Þegar Katie Holmes og Tom Crusie voru á Íslandi fyrri tveimur árum, og svo slitnaði uppúr þeirra sambandi í kjölfarið, þá segir sagan að Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari, sem náði mynd af þeim þar sem þau voru á gangi niður Skólavörðustíginn; síðustu myndinni sem náðist af þeim saman, hafi fengið milljónir, jafnvel tugi, fyrir þá mynd.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira