Jóladagatal - 3. desember - Sultukrukkum breytt í snjókúlur Grýla skrifar 3. desember 2014 11:00 Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á Vísi á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í dag kennir Hurðaskellir sniðugan hlut. Hann ætlar að breyta gömlum sultukrukkum í snjókúlur sem snjóar í. Þetta föndur er svolítið flókið en að sama skapi eru snjókúlurnar afskaplega fallegar. Það er því við hæfi að börn fái aðstoð frá fullorðnum við föndrið. Klippa: 3. desember - Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu 2014 Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna. Jóladagatal Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Jólalag dagsins: Geir Ólafsson flytur Santa Claus Is Coming To Town Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna Jól Heimsins stærsti póstkassi er í Færeyjum Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Þvörusleikir kom til byggða í nótt Jól Með jólin alls staðar Jól Aldrei verið einmana á jólanótt Jól Stekkjarstaur kom til byggða í nótt Jól
Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á Vísi á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í dag kennir Hurðaskellir sniðugan hlut. Hann ætlar að breyta gömlum sultukrukkum í snjókúlur sem snjóar í. Þetta föndur er svolítið flókið en að sama skapi eru snjókúlurnar afskaplega fallegar. Það er því við hæfi að börn fái aðstoð frá fullorðnum við föndrið. Klippa: 3. desember - Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu 2014 Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.
Jóladagatal Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Jólalag dagsins: Geir Ólafsson flytur Santa Claus Is Coming To Town Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna Jól Heimsins stærsti póstkassi er í Færeyjum Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Þvörusleikir kom til byggða í nótt Jól Með jólin alls staðar Jól Aldrei verið einmana á jólanótt Jól Stekkjarstaur kom til byggða í nótt Jól