Liturinn á könnunni hefur áhrif á hvernig kaffið bragðast Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 10:58 Þessi er að drekka biturt kaffi, væntanlega. Vísir/Getty Liturinn á könnunni sem maður drekkur kaffið sitt úr getur haft áhrif á hvernig manni finnst kaffið bragðast. Þessu hafa nokkrir ástralskir vísindamenn komist að. Niðurstöður rannsóknar, sem voru birtar í síðustu viku sýna að, fólki finnst kaffi drukkið úr hvítum könnum bitrara á bragðið en kaffi sem er drukkið úr glærum málum. Fólki fannst kaffið í glæru könnunum vera sætara á bragðið miðað við kaffið í hvítu könnunum. Kaffið í bláum könnunum þótti svo bæði bitrara og sætara samanborið við kaffið úr hinum málunum. En alltaf drakk fólkið sama kaffið og voru málin alveg eins að öllu leyti, fyrir utan litinn.Rannsakendur telja að hvíti liturinn dragi fram brúna litinn á kaffinu og að fólk tengi brúna litinn við biturleika. Vísindamennirnir telja að þetta sýni fram á hversu gríðarlega miklu máli litaval skiptir þegar kemur að því hvernig neytendur upplifi vörur. Einn áströlsku vísindamannanna fékk hugmyndina að rannsókninni þegar starfsmaður kaffihúss sagði honum að fólki þætti bragðið af kaffi í hvítum pappamálum bitrara en bragðið á kaffi í annarskonar pappamálum. Þetta varð til þess að málið varð rannsakað með fyrrgreindum niðurstöðum. Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun
Liturinn á könnunni sem maður drekkur kaffið sitt úr getur haft áhrif á hvernig manni finnst kaffið bragðast. Þessu hafa nokkrir ástralskir vísindamenn komist að. Niðurstöður rannsóknar, sem voru birtar í síðustu viku sýna að, fólki finnst kaffi drukkið úr hvítum könnum bitrara á bragðið en kaffi sem er drukkið úr glærum málum. Fólki fannst kaffið í glæru könnunum vera sætara á bragðið miðað við kaffið í hvítu könnunum. Kaffið í bláum könnunum þótti svo bæði bitrara og sætara samanborið við kaffið úr hinum málunum. En alltaf drakk fólkið sama kaffið og voru málin alveg eins að öllu leyti, fyrir utan litinn.Rannsakendur telja að hvíti liturinn dragi fram brúna litinn á kaffinu og að fólk tengi brúna litinn við biturleika. Vísindamennirnir telja að þetta sýni fram á hversu gríðarlega miklu máli litaval skiptir þegar kemur að því hvernig neytendur upplifi vörur. Einn áströlsku vísindamannanna fékk hugmyndina að rannsókninni þegar starfsmaður kaffihúss sagði honum að fólki þætti bragðið af kaffi í hvítum pappamálum bitrara en bragðið á kaffi í annarskonar pappamálum. Þetta varð til þess að málið varð rannsakað með fyrrgreindum niðurstöðum.
Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun