Nissan Leaf brátt með 400 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 11:02 Nissan Leaf. Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent
Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent