Nissan Leaf brátt með 400 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 11:02 Nissan Leaf. Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent
Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent