Gallonið af bensíni undir 2 dollara vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 15:45 Þeir gleðjast bíleigendurnir í Bandaríkjunum um þessar mundir, sem víðar. Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent
Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent