Minnkandi eftirspurn eftir bílum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 15:09 Frá bílasölu í Kína. Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent
Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent