Svona eru stellingar stjörnumerkjanna sigga dögg skrifar 8. desember 2014 11:30 Það er manninnum eðlislægt að flokka hluti og fólk. Stundum getur þetta þó farið útí öfgar og orðið að skaðlegum staðalmyndum en í besta falli þá skapar þetta gjá á milli einstaklinga. Tímaritið Cosmopolitan er hrifið af því að flokka gagnkynhneigða karlmenn í allskyns flokka sem virðast hafa það markmið að hinar gagnkynhneigðu konur sem ætla vera með þessu mönnum þurfi aldrei að spyrja beint út í neitt einasta mál. Það er alveg stórmerkilegt að árið 2014 haldi fólk enn að hægt sé að henda í flokka eftir breytum eins og kyni eða stjörnumerki. Eins og er gert hér, að flokka kynlífsstellingar eftir stjörnumerki. (Það er reyndar óskiljanlegt af hverju gagnkynhneigðir karlmenn sé teknir sérstaklega fram og hvar er sambærilegur listi fyrir konur og aðrar kynhneigðir? Af hverju eru þetta ekki bara stellingar fyrir fólk?) Hér brot af þessari upptalningu.Nautið vill hafa það rólegt.Nautið er fyrir hægt og rólegt kynlíf í trúboðastellingunni. (Það væri gaman að heyra hvort þetta eigi ekki almennt við flest fólk á einhverjum tímapunkti í samförum) Stjörnumerkið nautið er: áreiðanlegt, blítt, duglegt, framkvæmdaglatt, friðsamt, gæflynt, heimakært, hlédrægt, jarðbundið, með sterka einbeitingu, nautnabelgur, náttúrubarn, raunsætt, rólegt, skynsamt, trygglynt, varkárt, verndandi, vingjarnlegt og þrjóskt.Tvíburar vilja taka einn snöggan.Tvíburar vilja taka einn snöggan. Hér mælt með að slíkt sé gert upp við vegg. (Kannski rétt að benda á að það er ekki eina stellingin sem hægt er að taka „einn snöggan“ í og þessi stelling þarf heldur ekki að vera sérstaklega snögg. Ef þér þykir hún óþægileg þá mæli ég með því að þú farir í stellingu sem hentar þér og bólfélaganum betur) Stjörnumerkið tvíburi er: bráðþroska í hugsun, félagslyndur, fjörugur, forvitinn, glaðlegur, glaðlyndur, hress, líflegur, málglaður, prakkari, skarpur, skemmtilegur og stríðinn.Þú þarft að taka yfir stjórnina með krabbanum.Krabbinn er óákveðinn svo þú þarft að vera við stjórnvölinn og vera í stellingu þar sem þú ræður ef hann ákveður allt í einu að skipta um hug, og stellingu. Stjörnumerkið krabbinn er: góður, heimakær, hjálpsamur, hlédrægur, náttúrubarn, samúðarfullur, samviskusamur, skapandi, tilfinningaríkur, traustur, útsjónasamur, varkár, verndandi og viðkvæmur.Ætli þessi lýsing eigi ekki við töluvert fleiri en einungis þá í krabbamerkinu? Samkvæmt þessum innihaldslýsingum á persónuleika þá mætti ætla að innileg stelling þar sem kynlífið byggist á trausti og nánd væri heppilegust. Undir það flokkast allskonar stellingar.Ljón eru mjög rómantísk og reyna hafa allt rómó og kósí og hér einkennist kynlífi af nánd og innilegheitum. Stjörnumerkið ljón er: athafnasamt, einlægt, fyrirferðamikið, heiðarlegt, kraftmikið, lifandi, listrænt, opið, ráðríkt, sjálfstætt, skapandi, stjórnsamt, tygglynt og þrjóskt.Það passar kannski betur að víxla stellingunum fyrir krabbann og ljónið!Vogin er meira fyrir að gefa en þiggja.Vogin er mikið fyrir hreinlæti (eins og örugglega margir, en kannski er hann of pjattaður fyrir munnmök?) og er meira fyrir að gefa en að þiggja (hentugt í desember mánuði). Stjörnumerkið vog er: ákveðin, brosmild, félagslynd, glaðleg, listræn, ljúf, opin, réttlát, skemmtileg, vinamörg og vingjarnleg.Bogamenn eru frumlegir.Bogamenn eru þeir frumlegustu í bólinu og mest fyrir óvæntar uppákomur og helst smá sýniþörf (þá er gott að hafa hugfast að slíkt er ólöglegt, ekki reyna að sýna fólki þig stunda kynlíf, það getur sært blygðunarkennd og er refisvert samkvæmt lögum). Bogamaður er: einbeittur, félagslyndur, fjörkálfur, forvitinn, frjálslegur, fróðleiksfús, íþróttaálfur, líflegur, orkubolti og ævintýragjarn. Samkvæmt þessari lýsingu þá ætti kynlíf bogamanna að vera eins og tími í bootcamp eða crossfit.Karlmenn í Vatnsbera eru víst mjög hrifnir af notkun kynlífstækja.Í stað þess að spyrja viðkomandi í hvaða stjörnumerki hann sé til að komast að kynlífslöngun, spurðu bara beint út, hvað finnst þér gott Einstaklingsmunur er meira en kynjamunur, það er gott að muna það. Fólk stundar allskonar kynlíf en þú veist það ekki nema að spyrja. Ekki gleyma að láta það fylgja sögunni hvað þér þykir gott. Þá var skrifuð önnur bók, Sextrology, um svipað efni og er sú bók töluvert innihaldsmeiri og nákvæmari. Það getur verið gaman að blaða í gegnum hana þó gott sé að muna að einstaklingsmunur trompar stjörnumerkjamun. Talaðu við bólfélagann. Á mánudegi getur maður verið í stuði fyrir eitt og á þriðjudegi annað, það er algjörlega eðlilegt. TALIÐ SAMAN. Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það er manninnum eðlislægt að flokka hluti og fólk. Stundum getur þetta þó farið útí öfgar og orðið að skaðlegum staðalmyndum en í besta falli þá skapar þetta gjá á milli einstaklinga. Tímaritið Cosmopolitan er hrifið af því að flokka gagnkynhneigða karlmenn í allskyns flokka sem virðast hafa það markmið að hinar gagnkynhneigðu konur sem ætla vera með þessu mönnum þurfi aldrei að spyrja beint út í neitt einasta mál. Það er alveg stórmerkilegt að árið 2014 haldi fólk enn að hægt sé að henda í flokka eftir breytum eins og kyni eða stjörnumerki. Eins og er gert hér, að flokka kynlífsstellingar eftir stjörnumerki. (Það er reyndar óskiljanlegt af hverju gagnkynhneigðir karlmenn sé teknir sérstaklega fram og hvar er sambærilegur listi fyrir konur og aðrar kynhneigðir? Af hverju eru þetta ekki bara stellingar fyrir fólk?) Hér brot af þessari upptalningu.Nautið vill hafa það rólegt.Nautið er fyrir hægt og rólegt kynlíf í trúboðastellingunni. (Það væri gaman að heyra hvort þetta eigi ekki almennt við flest fólk á einhverjum tímapunkti í samförum) Stjörnumerkið nautið er: áreiðanlegt, blítt, duglegt, framkvæmdaglatt, friðsamt, gæflynt, heimakært, hlédrægt, jarðbundið, með sterka einbeitingu, nautnabelgur, náttúrubarn, raunsætt, rólegt, skynsamt, trygglynt, varkárt, verndandi, vingjarnlegt og þrjóskt.Tvíburar vilja taka einn snöggan.Tvíburar vilja taka einn snöggan. Hér mælt með að slíkt sé gert upp við vegg. (Kannski rétt að benda á að það er ekki eina stellingin sem hægt er að taka „einn snöggan“ í og þessi stelling þarf heldur ekki að vera sérstaklega snögg. Ef þér þykir hún óþægileg þá mæli ég með því að þú farir í stellingu sem hentar þér og bólfélaganum betur) Stjörnumerkið tvíburi er: bráðþroska í hugsun, félagslyndur, fjörugur, forvitinn, glaðlegur, glaðlyndur, hress, líflegur, málglaður, prakkari, skarpur, skemmtilegur og stríðinn.Þú þarft að taka yfir stjórnina með krabbanum.Krabbinn er óákveðinn svo þú þarft að vera við stjórnvölinn og vera í stellingu þar sem þú ræður ef hann ákveður allt í einu að skipta um hug, og stellingu. Stjörnumerkið krabbinn er: góður, heimakær, hjálpsamur, hlédrægur, náttúrubarn, samúðarfullur, samviskusamur, skapandi, tilfinningaríkur, traustur, útsjónasamur, varkár, verndandi og viðkvæmur.Ætli þessi lýsing eigi ekki við töluvert fleiri en einungis þá í krabbamerkinu? Samkvæmt þessum innihaldslýsingum á persónuleika þá mætti ætla að innileg stelling þar sem kynlífið byggist á trausti og nánd væri heppilegust. Undir það flokkast allskonar stellingar.Ljón eru mjög rómantísk og reyna hafa allt rómó og kósí og hér einkennist kynlífi af nánd og innilegheitum. Stjörnumerkið ljón er: athafnasamt, einlægt, fyrirferðamikið, heiðarlegt, kraftmikið, lifandi, listrænt, opið, ráðríkt, sjálfstætt, skapandi, stjórnsamt, tygglynt og þrjóskt.Það passar kannski betur að víxla stellingunum fyrir krabbann og ljónið!Vogin er meira fyrir að gefa en þiggja.Vogin er mikið fyrir hreinlæti (eins og örugglega margir, en kannski er hann of pjattaður fyrir munnmök?) og er meira fyrir að gefa en að þiggja (hentugt í desember mánuði). Stjörnumerkið vog er: ákveðin, brosmild, félagslynd, glaðleg, listræn, ljúf, opin, réttlát, skemmtileg, vinamörg og vingjarnleg.Bogamenn eru frumlegir.Bogamenn eru þeir frumlegustu í bólinu og mest fyrir óvæntar uppákomur og helst smá sýniþörf (þá er gott að hafa hugfast að slíkt er ólöglegt, ekki reyna að sýna fólki þig stunda kynlíf, það getur sært blygðunarkennd og er refisvert samkvæmt lögum). Bogamaður er: einbeittur, félagslyndur, fjörkálfur, forvitinn, frjálslegur, fróðleiksfús, íþróttaálfur, líflegur, orkubolti og ævintýragjarn. Samkvæmt þessari lýsingu þá ætti kynlíf bogamanna að vera eins og tími í bootcamp eða crossfit.Karlmenn í Vatnsbera eru víst mjög hrifnir af notkun kynlífstækja.Í stað þess að spyrja viðkomandi í hvaða stjörnumerki hann sé til að komast að kynlífslöngun, spurðu bara beint út, hvað finnst þér gott Einstaklingsmunur er meira en kynjamunur, það er gott að muna það. Fólk stundar allskonar kynlíf en þú veist það ekki nema að spyrja. Ekki gleyma að láta það fylgja sögunni hvað þér þykir gott. Þá var skrifuð önnur bók, Sextrology, um svipað efni og er sú bók töluvert innihaldsmeiri og nákvæmari. Það getur verið gaman að blaða í gegnum hana þó gott sé að muna að einstaklingsmunur trompar stjörnumerkjamun. Talaðu við bólfélagann. Á mánudegi getur maður verið í stuði fyrir eitt og á þriðjudegi annað, það er algjörlega eðlilegt. TALIÐ SAMAN.
Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira