Gjafalisti kynfræðings sigga dögg skrifar 10. desember 2014 11:00 Vísir/Getty Ég á afmæli í dag, það eru tvær vikur til jóla og því er einkar viðeigandi að birta gjafalistann minn. Ef einhver sem þú þekkir hefur brennandi áhuga á kynfræði, nú eða bara almennt á kynlífi og kynvitund, þá er um að gera að renna í gegnum listann og athuga hvort þú fáir ekki hugmynd af lítilli gjöf sem gæti glatt viðkomandi (þó sumar sé kannski vissara að opna í einrúmi).Vísir/SkjáskotÉg elska bækur og get alltaf á mig blómum bætt í þeirri deild. Bækur:Sex at dawn fer í gegnum sögu kynverunnar og hvernig við höfum þróast kynferðislega útfrá mörgum sjónarhornum og er ómissandi í bóksafn kynfræðings. The erotic mind: unlocking the inner sources of passion and fulfillment byggir á frasögnum þúsund einstaklinga og hefur höfundurinn teiknað upp nýja nálgun á kynlöngun og ánægju. The penis book er augljóslega ómissandi fyrir alla sem hafa áhuga á typpum, hvort sem það er faglegur eða kynferðislegur áhugi. Encyclopedia of unusual sex practices fjallar um allskonar öðruvísi kynlíf og kink. Þessi er góð á stofuborðið, um að gera að skola niður súkkulaðimola með heitu kaffi og smá kinki. Straight: The surprisingly short history of heterosexuality fer í gegnum sögu gagnkynhneigðar, eitthvað sem flestir halda að hafa alltaf verið til sem fyrirbæri en sagan segir okkur annað. The ultimate guide to sex and disability: for all of us who live with disabilities, chronic pain and illness er ómissandi í bókasafnið því þetta er ein af fyrstu bókunum sem fer vel yfir kynlíf, veikindi, og fatlað fólk og er virkilega vel skrifuð. Guide to getting it on! A book about the wonders of sex er frábærlega skemmtilega skrifuð bók um allskonar kynlíf og er gott uppflettirit og leiðarvísir fyrir gesti sem koma í heimsókn. Opening up: A guide to creating and sustaining an open relationship er skrifuð af Tristan Taormino sem er í uppáhaldi hjá mér en þessi bók fjallar um einstaklinga sem eru í opnum samböndum og þetta er hálfgerður leiðarvísir um slík sambönd.Vísir/SkjáskotÞað er aldrei hægt að eiga nóg af sleipiefni og í raun ómissandi í hvers konar kynlífi. Þá er gott að muna að vatnsleysanleg sleipiefni má nota með smokkum og kynlífstækjum en önnur geta skemmt þau. Eins og með hvað annað þarf fólk að finna sleipiefni sem henta sér. Þú getur prófað sleipiefni fyrst í munninum til að finna hvort og hvernig þér þykir tilfinningin af þeim (sérstaklega mikilvægt ef einhver kælandi eða örvandi efni eru í sleipiefninu) Ég er sérstaklega hrifin af sleipiefnum sem eru lífræn, laus við rotvarnarefni og sætuefni (glycerin). Sleipiefni:Beikon sleipiefni, augljóslega mun ég alltaf hafa þetta á mér og bjóða gestum og gangandi að smakka. (Hér geri ég undantekningu á lífrænu reglunni minni) Lífræn kókosolía (fæst í flestum matvöruverslunum), það má elda uppúr henni, baka, setja í drykki, nota sem nudd og rakakrem og sem sleipiefni. Hún má því fara allsstaðar í og á líkamann. Passaðu bara að hún skemmir latex smokka. YES lífrænt sleipiefni er gott byrjenda sleipefni sem ætti að ganga fyrir flesta. Espresso sleipefni frá PJUR, ég er mjög hrifin af kaffi og þetta verð ég að prófa eða kannski öllu heldur smakka! PJUR sleipiefnin eru flest mjög góð.Vísir/SkjáskotKynlífstæki eru ekki ómissandi hluti af kynlífinu en geta verið einkar handhæg, svona ef þú nennir. Lóðið hennar Betty Dodson ætti að vera til hjá hverjum einustu leggöngum á landinu því það er bæði til að styrkja grindarbotnsvöðvann en einnig er hægt að nota það til sjálfsfróunar. „Eggið“ frá Lelo er eitthvað svo fallegt og einkar hentugt bæði í einrúmi og með bólfélaga. Hello touch, breytir hönd þinni í titrara og er smart of fyrirferðalítið, klárlega gott fyrir allskonar kynlíf enda beita flestir höndunum á einhverjum tímapunkti í kynlífi. Svo er eitthvað sexí við falleg rúmföt, ilmkerti sem má nota sem nuddolíu þegar það bráðnar, óvænta gistingu á velvöldu hóteli, óvæntaferðalag er vísindalega sannað til að auka greddu enda er framandi umhverfi hentugt til að auka nánd og kynda undir kynlöngun. Þá slá fæstir höndinni á móti handgerðu konfekti og kampavíni, og gjafabréfi í nuddi til að láta áhyggjur og streitu renna frá sér. Ef þig langar svo ekki að eyða krónu þá má alltaf henda í heimagerða dekursinneignarnótu. Það er sexí. Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ég á afmæli í dag, það eru tvær vikur til jóla og því er einkar viðeigandi að birta gjafalistann minn. Ef einhver sem þú þekkir hefur brennandi áhuga á kynfræði, nú eða bara almennt á kynlífi og kynvitund, þá er um að gera að renna í gegnum listann og athuga hvort þú fáir ekki hugmynd af lítilli gjöf sem gæti glatt viðkomandi (þó sumar sé kannski vissara að opna í einrúmi).Vísir/SkjáskotÉg elska bækur og get alltaf á mig blómum bætt í þeirri deild. Bækur:Sex at dawn fer í gegnum sögu kynverunnar og hvernig við höfum þróast kynferðislega útfrá mörgum sjónarhornum og er ómissandi í bóksafn kynfræðings. The erotic mind: unlocking the inner sources of passion and fulfillment byggir á frasögnum þúsund einstaklinga og hefur höfundurinn teiknað upp nýja nálgun á kynlöngun og ánægju. The penis book er augljóslega ómissandi fyrir alla sem hafa áhuga á typpum, hvort sem það er faglegur eða kynferðislegur áhugi. Encyclopedia of unusual sex practices fjallar um allskonar öðruvísi kynlíf og kink. Þessi er góð á stofuborðið, um að gera að skola niður súkkulaðimola með heitu kaffi og smá kinki. Straight: The surprisingly short history of heterosexuality fer í gegnum sögu gagnkynhneigðar, eitthvað sem flestir halda að hafa alltaf verið til sem fyrirbæri en sagan segir okkur annað. The ultimate guide to sex and disability: for all of us who live with disabilities, chronic pain and illness er ómissandi í bókasafnið því þetta er ein af fyrstu bókunum sem fer vel yfir kynlíf, veikindi, og fatlað fólk og er virkilega vel skrifuð. Guide to getting it on! A book about the wonders of sex er frábærlega skemmtilega skrifuð bók um allskonar kynlíf og er gott uppflettirit og leiðarvísir fyrir gesti sem koma í heimsókn. Opening up: A guide to creating and sustaining an open relationship er skrifuð af Tristan Taormino sem er í uppáhaldi hjá mér en þessi bók fjallar um einstaklinga sem eru í opnum samböndum og þetta er hálfgerður leiðarvísir um slík sambönd.Vísir/SkjáskotÞað er aldrei hægt að eiga nóg af sleipiefni og í raun ómissandi í hvers konar kynlífi. Þá er gott að muna að vatnsleysanleg sleipiefni má nota með smokkum og kynlífstækjum en önnur geta skemmt þau. Eins og með hvað annað þarf fólk að finna sleipiefni sem henta sér. Þú getur prófað sleipiefni fyrst í munninum til að finna hvort og hvernig þér þykir tilfinningin af þeim (sérstaklega mikilvægt ef einhver kælandi eða örvandi efni eru í sleipiefninu) Ég er sérstaklega hrifin af sleipiefnum sem eru lífræn, laus við rotvarnarefni og sætuefni (glycerin). Sleipiefni:Beikon sleipiefni, augljóslega mun ég alltaf hafa þetta á mér og bjóða gestum og gangandi að smakka. (Hér geri ég undantekningu á lífrænu reglunni minni) Lífræn kókosolía (fæst í flestum matvöruverslunum), það má elda uppúr henni, baka, setja í drykki, nota sem nudd og rakakrem og sem sleipiefni. Hún má því fara allsstaðar í og á líkamann. Passaðu bara að hún skemmir latex smokka. YES lífrænt sleipiefni er gott byrjenda sleipefni sem ætti að ganga fyrir flesta. Espresso sleipefni frá PJUR, ég er mjög hrifin af kaffi og þetta verð ég að prófa eða kannski öllu heldur smakka! PJUR sleipiefnin eru flest mjög góð.Vísir/SkjáskotKynlífstæki eru ekki ómissandi hluti af kynlífinu en geta verið einkar handhæg, svona ef þú nennir. Lóðið hennar Betty Dodson ætti að vera til hjá hverjum einustu leggöngum á landinu því það er bæði til að styrkja grindarbotnsvöðvann en einnig er hægt að nota það til sjálfsfróunar. „Eggið“ frá Lelo er eitthvað svo fallegt og einkar hentugt bæði í einrúmi og með bólfélaga. Hello touch, breytir hönd þinni í titrara og er smart of fyrirferðalítið, klárlega gott fyrir allskonar kynlíf enda beita flestir höndunum á einhverjum tímapunkti í kynlífi. Svo er eitthvað sexí við falleg rúmföt, ilmkerti sem má nota sem nuddolíu þegar það bráðnar, óvænta gistingu á velvöldu hóteli, óvæntaferðalag er vísindalega sannað til að auka greddu enda er framandi umhverfi hentugt til að auka nánd og kynda undir kynlöngun. Þá slá fæstir höndinni á móti handgerðu konfekti og kampavíni, og gjafabréfi í nuddi til að láta áhyggjur og streitu renna frá sér. Ef þig langar svo ekki að eyða krónu þá má alltaf henda í heimagerða dekursinneignarnótu. Það er sexí.
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira