Opel lokar Bochum verksmiðjunni Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 16:27 Verksmiðja Opel í Bochum hefur nú verið lokað. Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent
Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent