Fjörutíu eintök af 385 milljón króna Ferrari seldist upp strax Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2014 15:00 Ferrari FXX K. Þegar Ferrari kynnti nýjasta og brjálaðasta bíl sinn, Ferrari FXX K í Maranello á dögunum fylgdi sögunni að öll þau 40 eintök sem framleidd verða af honum séu þegar uppseld. Kaupendur hans verða að vera nokkuð loðnir um lófana, en hvert eintak bílsins kostar 2,5 milljón evrur, eða 385 milljónir króna. Því seldi Ferrari þarna á augabragði nokkra bíla fyrir 15,4 milljarða króna. Ferrari FXX K er 1.035 hestafla tvinnbíll sem fær afl sitt bæði frá bensínvél og rafmótorum. Bensínvélin er 848 hestafla V12 og 187 hestafla rafmótorarnir fá afl sitt með KERS-búnaði. Þessi bíll er ekki hefðbundinn götubíll, heldur einungis ætlaður til aksturs á keppnisbrautum. Í honum er mikið af nýjum tæknibúnaði sem Ferrari er fyrst að prófa í þessum bíl og verður Ferrari í miklum samskiptum við kaupendur bílanna til að fá upplýsingar um hvernig þessi búnaður reynist. Þessi aðferðafræði er nýstárleg en Ferrari ætlar að læra heilmikið af framleiðslu þessa bíls með aðstoð kaupenda þeirra. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent
Þegar Ferrari kynnti nýjasta og brjálaðasta bíl sinn, Ferrari FXX K í Maranello á dögunum fylgdi sögunni að öll þau 40 eintök sem framleidd verða af honum séu þegar uppseld. Kaupendur hans verða að vera nokkuð loðnir um lófana, en hvert eintak bílsins kostar 2,5 milljón evrur, eða 385 milljónir króna. Því seldi Ferrari þarna á augabragði nokkra bíla fyrir 15,4 milljarða króna. Ferrari FXX K er 1.035 hestafla tvinnbíll sem fær afl sitt bæði frá bensínvél og rafmótorum. Bensínvélin er 848 hestafla V12 og 187 hestafla rafmótorarnir fá afl sitt með KERS-búnaði. Þessi bíll er ekki hefðbundinn götubíll, heldur einungis ætlaður til aksturs á keppnisbrautum. Í honum er mikið af nýjum tæknibúnaði sem Ferrari er fyrst að prófa í þessum bíl og verður Ferrari í miklum samskiptum við kaupendur bílanna til að fá upplýsingar um hvernig þessi búnaður reynist. Þessi aðferðafræði er nýstárleg en Ferrari ætlar að læra heilmikið af framleiðslu þessa bíls með aðstoð kaupenda þeirra.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent