Peugeot-Citroën ætlar að segja upp 3.450 starfsmönnum 20. nóvember 2014 11:33 Höfuðstöðvar PSA/Peugeot-Citroën. Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent
Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent