Karamellubollakökur með Dumle-kremi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 17:30 Karamellubollakökur með Dumle-kremi Kökur 2 stór egg 4 dl sykur 4 msk karamellusósa 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 150 g smjör 2 dl mjólk 5 1/2 dl hveiti Dumle-krem 2 egg 200 g flórsykur 100 g smjör 200 g súkkulaði 1 poki Dumle-karamellur Hitið ofninn í 180°C. Hrærið egg og sykur vel saman. Blandið því næst karamellusósu, lyftidufti og vanillusykri saman við. Bræðið smjör og blandið því saman við mjólkina. Blandið smjörblöndunni við eggjablönduna til skiptis við hveitið þar til blandan er laus við kekki. Setjið deigið í möffinsform og bakið í 15 til 20 mínútur. Kælið kökurnar áður en kremið fer á. Þegar búa á til kremið hrærið þið egg og flórsykur vel saman. Bræðið smjörið og bætið súkkulaðinu og Dumle-karamellunum saman við. Hrærið þar til allt er bráðið og blandað vel saman. Kælið blönduna aðeins og hrærið henni saman við eggjablönduna. Setjið kremið í ísskáp þar til það er orðið nógu stíft til að skreyta kökurnar með.Fengið hér. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Karamellubollakökur með Dumle-kremi Kökur 2 stór egg 4 dl sykur 4 msk karamellusósa 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 150 g smjör 2 dl mjólk 5 1/2 dl hveiti Dumle-krem 2 egg 200 g flórsykur 100 g smjör 200 g súkkulaði 1 poki Dumle-karamellur Hitið ofninn í 180°C. Hrærið egg og sykur vel saman. Blandið því næst karamellusósu, lyftidufti og vanillusykri saman við. Bræðið smjör og blandið því saman við mjólkina. Blandið smjörblöndunni við eggjablönduna til skiptis við hveitið þar til blandan er laus við kekki. Setjið deigið í möffinsform og bakið í 15 til 20 mínútur. Kælið kökurnar áður en kremið fer á. Þegar búa á til kremið hrærið þið egg og flórsykur vel saman. Bræðið smjörið og bætið súkkulaðinu og Dumle-karamellunum saman við. Hrærið þar til allt er bráðið og blandað vel saman. Kælið blönduna aðeins og hrærið henni saman við eggjablönduna. Setjið kremið í ísskáp þar til það er orðið nógu stíft til að skreyta kökurnar með.Fengið hér.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira