Vettel inn og Alonso út hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 16:20 Vettel og Alonso á góðri stundu. Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent
Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent