Svona á að leggja bíl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 09:44 Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent