Nýr jepplingur frá Mitsubishi í LA Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 12:07 Mitsubishi XR-PHEV. Mitsubishi sýndi nýjan jeppling á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angeles og fer þar bíll sem enn er á tilraunastigi og ber heitið XR-PHEV. Eins og nafnið ber með sér er hann knúinn rafmagni, en einnig brunavél, þ.e. tvinnbíll. Það að Mitsubishi kynni þennan bíl í Bandaríkjunum er í raun yfirlýsing þess efnis að Mitsubishi ætlar ekki að draga sig Bandaríkjamarkaði, líkt og Suzuki hefur þegar gert. Þessum bíl á einmitt að beina að Bandaríkjamarkaði og var haft eftir forsvarsmönnum Mitsubishi að fyrirtækið hefði engar áætlanir um annað en að auka markaðshlutdeild sína þar með nýjum bílum. Nýi jepplingurinn á að marka útlit þeirra nýju bíla sem koma munu frá Mitsubishi á næstu árum. Ekki fer frá því að þær línur sem leika um þennan jeppling séu í ætt við nýjan NX-jeppling frá Lexus, hvort sem það er með vilja gert eður ei. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Mitsubishi sýndi nýjan jeppling á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angeles og fer þar bíll sem enn er á tilraunastigi og ber heitið XR-PHEV. Eins og nafnið ber með sér er hann knúinn rafmagni, en einnig brunavél, þ.e. tvinnbíll. Það að Mitsubishi kynni þennan bíl í Bandaríkjunum er í raun yfirlýsing þess efnis að Mitsubishi ætlar ekki að draga sig Bandaríkjamarkaði, líkt og Suzuki hefur þegar gert. Þessum bíl á einmitt að beina að Bandaríkjamarkaði og var haft eftir forsvarsmönnum Mitsubishi að fyrirtækið hefði engar áætlanir um annað en að auka markaðshlutdeild sína þar með nýjum bílum. Nýi jepplingurinn á að marka útlit þeirra nýju bíla sem koma munu frá Mitsubishi á næstu árum. Ekki fer frá því að þær línur sem leika um þennan jeppling séu í ætt við nýjan NX-jeppling frá Lexus, hvort sem það er með vilja gert eður ei.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent