Þrír fjórðu verkanna seldust Linda Blöndal skrifar 23. nóvember 2014 19:30 Mest var boðið í ljósmynd Matthew Barney: DRAWING RESTRAINT 9: Toya 2006 Stærstur hluti listaverkanna á uppboði Nýlistasafnsins seldust í dag en sjötíu verk eftir virta og landsþekkta listamenn voru í boði. Nýló vildi með þessu safna pening fyrir sýningarsal. Hæsta boðið fyrir einstakt verk var rúmlega ein milljón króna en það var ljósmynd eftir bandaríska listamanninn Matthew Barney. Safnið fór með þessu nýja leið til að safna fjármagni fyrir nýjum sýningarsal.Vilja leysa húsnæðisvandaNýlistasafnið er til húsa í Völvufelli í Breiðholti en safnið hefur verið í húsnæðisvanda undanfarin ár á leigumarkaði og leitar nú að sýningarsal til eignar. Umfangsmikið uppboð var haldið í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Sjötíu verk eftir næstum jafn marga listamenn voru boðin upp. Þau voru gefin til uppboðsins, af listamönnum á borð við Rúrí, Matthew Barney, Ragnar Kjartansson, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Steingrím Eyfjörð, Sigurð Guðmundsson og Hallgrím Helgason.Góð salaUppboðið hófst fyrr á vef Nýló en náði hámarki milli klukkan tvö og fjögur. Ekki fékkst uppgefið strax í dag hve miklu var safnað en nokkuð víst að nokkrar milljónir komu í kassann. Um þrír fjórðu verkanna seldust. Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stærstur hluti listaverkanna á uppboði Nýlistasafnsins seldust í dag en sjötíu verk eftir virta og landsþekkta listamenn voru í boði. Nýló vildi með þessu safna pening fyrir sýningarsal. Hæsta boðið fyrir einstakt verk var rúmlega ein milljón króna en það var ljósmynd eftir bandaríska listamanninn Matthew Barney. Safnið fór með þessu nýja leið til að safna fjármagni fyrir nýjum sýningarsal.Vilja leysa húsnæðisvandaNýlistasafnið er til húsa í Völvufelli í Breiðholti en safnið hefur verið í húsnæðisvanda undanfarin ár á leigumarkaði og leitar nú að sýningarsal til eignar. Umfangsmikið uppboð var haldið í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Sjötíu verk eftir næstum jafn marga listamenn voru boðin upp. Þau voru gefin til uppboðsins, af listamönnum á borð við Rúrí, Matthew Barney, Ragnar Kjartansson, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Steingrím Eyfjörð, Sigurð Guðmundsson og Hallgrím Helgason.Góð salaUppboðið hófst fyrr á vef Nýló en náði hámarki milli klukkan tvö og fjögur. Ekki fékkst uppgefið strax í dag hve miklu var safnað en nokkuð víst að nokkrar milljónir komu í kassann. Um þrír fjórðu verkanna seldust.
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira