Ford Mondeo fyrirtækjabíll ársins í Danmörku Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 10:19 Ford Mondeo árgerð 2015. Frændur okkar í Jyllands Posten í Danmörku kjósa ár hvert þann bíl sem þeir telja besta kostinn fyrir fyrirtæki að kaupa. Í ár völdu þeir Ford Mondeo sem fyrirtækjabíl ársins, eða BusinessBilen 2015. Ford Mondeo var valinn umfram þrjá aðra bíla sem komust í úrslit, en það voru Volkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Dómnefndin taldi sérstaklega til úthugsaða innréttingu Ford Mondeo. Stillingamöguleikar framsætanna og nuddpúðar sem í þeim eru heilluðu dómnefndina, en í hvoru sæti eru 11 nuddpúðar sem auka á vellíðan farþega í akstri. Ford Mondeo er ,líkt og nýr Volkswagen Passat, af nýrri gerð sem verið er að kynna þessa dagana. Með þessari tilnefningu Ford Mondeo aukast möguleikarnir á því að hann verði einnig fyrir valinu sem bíll ársins í Danmörku, en tilkynnt verður um það val næstkomandi miðvikudag. Með vali sínu nú er hann kominn í hóp 6 bíla sem um bíl ársins keppa þetta árið. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent
Frændur okkar í Jyllands Posten í Danmörku kjósa ár hvert þann bíl sem þeir telja besta kostinn fyrir fyrirtæki að kaupa. Í ár völdu þeir Ford Mondeo sem fyrirtækjabíl ársins, eða BusinessBilen 2015. Ford Mondeo var valinn umfram þrjá aðra bíla sem komust í úrslit, en það voru Volkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Dómnefndin taldi sérstaklega til úthugsaða innréttingu Ford Mondeo. Stillingamöguleikar framsætanna og nuddpúðar sem í þeim eru heilluðu dómnefndina, en í hvoru sæti eru 11 nuddpúðar sem auka á vellíðan farþega í akstri. Ford Mondeo er ,líkt og nýr Volkswagen Passat, af nýrri gerð sem verið er að kynna þessa dagana. Með þessari tilnefningu Ford Mondeo aukast möguleikarnir á því að hann verði einnig fyrir valinu sem bíll ársins í Danmörku, en tilkynnt verður um það val næstkomandi miðvikudag. Með vali sínu nú er hann kominn í hóp 6 bíla sem um bíl ársins keppa þetta árið.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent