Audi Quattro nálgast framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 11:02 Audi Quattro tilraunabíllinn. Audi sýndi nýja gerð hins goðsagnarkennda Audi Quattro á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra, en þá fylgdi sögunni að allsendis óvíst væri að hann færi í framleiðslu, enda um tilraunabíl að ræða. Marc Lichte yfirmaður þróunardeildar Audi lét hafa eftir sér á bílasýningunni í Los Angeles, sem nú stendur yfir, að þessi aflmikli bíll væri nú kominn nær framleiðslustiginu og gleður það vafalaust marga aðdáendur bílsins sem ósigrandi var á tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Bíllinn sem kynntur var í Frankfürt var ekkert lamb að leika sér við og með 700 hestafla vél. Enn er verið að þróa bílinn og sagði Marc að hann gæti orðið enn magnaðri bíll. Það gæti þýtt enn aflmeiri drifrás, hvernig svo sem því má ná fram. Til stæði að færa hann enn nær upprunanlega bílnum en þar er væntanlega verið að skírskota í ytra útlit hans. Því gæti verið stutt í frekari fréttir af bílnum sem vonandi verða í formi endanlegrar ákvörðunar um framleiðslu hans. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent
Audi sýndi nýja gerð hins goðsagnarkennda Audi Quattro á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra, en þá fylgdi sögunni að allsendis óvíst væri að hann færi í framleiðslu, enda um tilraunabíl að ræða. Marc Lichte yfirmaður þróunardeildar Audi lét hafa eftir sér á bílasýningunni í Los Angeles, sem nú stendur yfir, að þessi aflmikli bíll væri nú kominn nær framleiðslustiginu og gleður það vafalaust marga aðdáendur bílsins sem ósigrandi var á tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Bíllinn sem kynntur var í Frankfürt var ekkert lamb að leika sér við og með 700 hestafla vél. Enn er verið að þróa bílinn og sagði Marc að hann gæti orðið enn magnaðri bíll. Það gæti þýtt enn aflmeiri drifrás, hvernig svo sem því má ná fram. Til stæði að færa hann enn nær upprunanlega bílnum en þar er væntanlega verið að skírskota í ytra útlit hans. Því gæti verið stutt í frekari fréttir af bílnum sem vonandi verða í formi endanlegrar ákvörðunar um framleiðslu hans.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent