Driftað kringum bíl á tveimur hjólum Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 12:43 Í flestu er hægt að slá nýtt heimsmet. Það gerðu tveir kínverskir ökumenn á ökuleiknisýningu í Kína um daginn er annar driftaði kringum hinn, sem ók bíl aðeins á tveimur hjólum. Aldrei hefur áður verið driftað jafn marga hringi kringum annan bíl á ferð, eða 10 sinnum. Til þessa notuðu þeir BMW M4 Coupe í driftið og Mini Cooper til akstursins á tveimur hjólum. Hefur met þeirra kumpána verið viðurkennt af Guinness Book of Records. Ekki þarf að efast um ökuhæfni beggja ökumannana, en hálf súrrealískt er að sjá aðfarir þeirra. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent
Í flestu er hægt að slá nýtt heimsmet. Það gerðu tveir kínverskir ökumenn á ökuleiknisýningu í Kína um daginn er annar driftaði kringum hinn, sem ók bíl aðeins á tveimur hjólum. Aldrei hefur áður verið driftað jafn marga hringi kringum annan bíl á ferð, eða 10 sinnum. Til þessa notuðu þeir BMW M4 Coupe í driftið og Mini Cooper til akstursins á tveimur hjólum. Hefur met þeirra kumpána verið viðurkennt af Guinness Book of Records. Ekki þarf að efast um ökuhæfni beggja ökumannana, en hálf súrrealískt er að sjá aðfarir þeirra. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent