Kínverjar hefja sölu jepplings í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 16:06 Bílaframleiðandinn Qoros frá Kína mun hefja sölu á jepplingi í Bretlandi í næsta mánuði og markar það fyrstu tilraunina til sölu bíla fyrirtæksins í landinu en hann er nú í sölu í Slóvakíu. Jepplingurinn heitir Qoros 3 City SUV og var hann sérstaklega hannaður fyrir sölu í Evrópu með hönnuðum frá Evrópu. Qoros 3 City SUV stendur á sama undirvagni og fólksbíllinn Qoros 3 en er 6,7 sentimetrum hærri frá vegi. Hann er einnig á stærri dekkjum. Í bílnum er 165 hestafla 1,6 lítra bensínvél en þrátt fyrir að þetta sé jepplingur er hann aðeins til sölu með framhjóladrifi. Hann verður fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu sem og 6 gíra sjálfskiptingu. Qoros vinnur nú að framleiðslu fleiri bíla fyrir Evrópumarkað og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim reiðir í sölu. Ekki ríkir minni forvitni um hvernig bílar Qoros munu standa sig í öryggisprófunum. Ekki fylgir sögunni hvað Qoros 3 City SUV mun kosta í Bretlandi. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent
Bílaframleiðandinn Qoros frá Kína mun hefja sölu á jepplingi í Bretlandi í næsta mánuði og markar það fyrstu tilraunina til sölu bíla fyrirtæksins í landinu en hann er nú í sölu í Slóvakíu. Jepplingurinn heitir Qoros 3 City SUV og var hann sérstaklega hannaður fyrir sölu í Evrópu með hönnuðum frá Evrópu. Qoros 3 City SUV stendur á sama undirvagni og fólksbíllinn Qoros 3 en er 6,7 sentimetrum hærri frá vegi. Hann er einnig á stærri dekkjum. Í bílnum er 165 hestafla 1,6 lítra bensínvél en þrátt fyrir að þetta sé jepplingur er hann aðeins til sölu með framhjóladrifi. Hann verður fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu sem og 6 gíra sjálfskiptingu. Qoros vinnur nú að framleiðslu fleiri bíla fyrir Evrópumarkað og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim reiðir í sölu. Ekki ríkir minni forvitni um hvernig bílar Qoros munu standa sig í öryggisprófunum. Ekki fylgir sögunni hvað Qoros 3 City SUV mun kosta í Bretlandi.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent