Kínverjar hefja sölu jepplings í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 16:06 Bílaframleiðandinn Qoros frá Kína mun hefja sölu á jepplingi í Bretlandi í næsta mánuði og markar það fyrstu tilraunina til sölu bíla fyrirtæksins í landinu en hann er nú í sölu í Slóvakíu. Jepplingurinn heitir Qoros 3 City SUV og var hann sérstaklega hannaður fyrir sölu í Evrópu með hönnuðum frá Evrópu. Qoros 3 City SUV stendur á sama undirvagni og fólksbíllinn Qoros 3 en er 6,7 sentimetrum hærri frá vegi. Hann er einnig á stærri dekkjum. Í bílnum er 165 hestafla 1,6 lítra bensínvél en þrátt fyrir að þetta sé jepplingur er hann aðeins til sölu með framhjóladrifi. Hann verður fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu sem og 6 gíra sjálfskiptingu. Qoros vinnur nú að framleiðslu fleiri bíla fyrir Evrópumarkað og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim reiðir í sölu. Ekki ríkir minni forvitni um hvernig bílar Qoros munu standa sig í öryggisprófunum. Ekki fylgir sögunni hvað Qoros 3 City SUV mun kosta í Bretlandi. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Bílaframleiðandinn Qoros frá Kína mun hefja sölu á jepplingi í Bretlandi í næsta mánuði og markar það fyrstu tilraunina til sölu bíla fyrirtæksins í landinu en hann er nú í sölu í Slóvakíu. Jepplingurinn heitir Qoros 3 City SUV og var hann sérstaklega hannaður fyrir sölu í Evrópu með hönnuðum frá Evrópu. Qoros 3 City SUV stendur á sama undirvagni og fólksbíllinn Qoros 3 en er 6,7 sentimetrum hærri frá vegi. Hann er einnig á stærri dekkjum. Í bílnum er 165 hestafla 1,6 lítra bensínvél en þrátt fyrir að þetta sé jepplingur er hann aðeins til sölu með framhjóladrifi. Hann verður fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu sem og 6 gíra sjálfskiptingu. Qoros vinnur nú að framleiðslu fleiri bíla fyrir Evrópumarkað og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim reiðir í sölu. Ekki ríkir minni forvitni um hvernig bílar Qoros munu standa sig í öryggisprófunum. Ekki fylgir sögunni hvað Qoros 3 City SUV mun kosta í Bretlandi.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent