Honda hefur framleitt 300 milljón mótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2014 10:07 Fyrsta fjöldaframleidda mótorhjól Honda, Dream Type-D. Það er ekki svo lítið að framleiða milljón mótorhjól, en að framleiða 300 milljón mótorhjól hlýtur að teljast þó nokkuð. Það hefur Honda einmitt gert á síðustu 65 árum, allar götur frá því að fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á því mótorhjóli sem á myndinni sést. Þetta fyrsta framleiðsluhjól Honda heitir Dream Type-D og er með mótor með 98cc sprengirými sem skilar 3 hestöflum. Þetta hjól var afar létt og meðfærilegt. Það sama á ekki beint við hjólið sem nú telst númer 300 milljón í röðinni, en það er Goldwing risahjól sem vegur ríflega 400 kíló og er með 1.832cc sprengirými. Þetta hjól er svo vel búið að vart er hægt að finna betur búna lúxusbíla. Í því er til dæmis iPod tengimöguleiki og það er með öryggispúða og skriðstilli. Þó lögð væri saman sala þeirra fjögurra bíla sem selst hafa mest í heiminum, þ.e. Ford Model T, Volkswagen bjalla, Toyota Corolla og AvtoVAZ-201 frá Rússlandi þá telja þeir aðeins 97 milljón bíla. Það er innan við þriðjungur magns þeirra mótorhjóla sem Honda hefur selt frá því fyrirtækið hóf framleiðslu þeirra. Honda Goldwing. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Það er ekki svo lítið að framleiða milljón mótorhjól, en að framleiða 300 milljón mótorhjól hlýtur að teljast þó nokkuð. Það hefur Honda einmitt gert á síðustu 65 árum, allar götur frá því að fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á því mótorhjóli sem á myndinni sést. Þetta fyrsta framleiðsluhjól Honda heitir Dream Type-D og er með mótor með 98cc sprengirými sem skilar 3 hestöflum. Þetta hjól var afar létt og meðfærilegt. Það sama á ekki beint við hjólið sem nú telst númer 300 milljón í röðinni, en það er Goldwing risahjól sem vegur ríflega 400 kíló og er með 1.832cc sprengirými. Þetta hjól er svo vel búið að vart er hægt að finna betur búna lúxusbíla. Í því er til dæmis iPod tengimöguleiki og það er með öryggispúða og skriðstilli. Þó lögð væri saman sala þeirra fjögurra bíla sem selst hafa mest í heiminum, þ.e. Ford Model T, Volkswagen bjalla, Toyota Corolla og AvtoVAZ-201 frá Rússlandi þá telja þeir aðeins 97 milljón bíla. Það er innan við þriðjungur magns þeirra mótorhjóla sem Honda hefur selt frá því fyrirtækið hóf framleiðslu þeirra. Honda Goldwing.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent