Renault-Nissan hefur selt 200.000 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2014 09:14 Nissan Leaf. Samstarfsfyrirtækin Renault-Nissan hafa nú selt samtals 200.000 rafmagnsbíla og bera höfuð og herðar yfir aðra bílaframleiðendur á því sviði. Af þeim eru 150.000 Nissan Leaf bílar, en aðrar bílgerðir eru Renault Zoe, Renault Twizy, Renault Kangoo og Nissan e-NV200 sendibíllinn. Þessi 200.000 bíla sala á rafmagnsbílum hefur átt sér stað frá því seint á árinu 2010, er Nissan kynnti Leaf bílinn. Renault-Nissan náði 100.000 bíla sölu á rafbílum í júlí í fyrra og því má reikna það út að fyrirtækin tvö selji að jafnaði 6.250 rafmagnsbíla á hverjum mánuði. Lang mest af því er Nissan Leaf, en af þeim bíl hafa selst 67.000 eintök í Bandaríkjunum, 46.500 í Japan og 31.000 í Evrópu. Aukning í rafmagnsbílasölu Renault-Nissan er 20% á þessu ári samanborið við síðasta ár. Renault-Nissan fullyrðir að fyrirtækin tvö eigi 58% af heimsmarkaðnum í rafmagnsbílasölu. Bílar frá þeim hefur nú þegar verið ekið 4 milljarða kílómetra og með því komið í veg fyrir 450 milljón kílóa útblástur af CO2. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent
Samstarfsfyrirtækin Renault-Nissan hafa nú selt samtals 200.000 rafmagnsbíla og bera höfuð og herðar yfir aðra bílaframleiðendur á því sviði. Af þeim eru 150.000 Nissan Leaf bílar, en aðrar bílgerðir eru Renault Zoe, Renault Twizy, Renault Kangoo og Nissan e-NV200 sendibíllinn. Þessi 200.000 bíla sala á rafmagnsbílum hefur átt sér stað frá því seint á árinu 2010, er Nissan kynnti Leaf bílinn. Renault-Nissan náði 100.000 bíla sölu á rafbílum í júlí í fyrra og því má reikna það út að fyrirtækin tvö selji að jafnaði 6.250 rafmagnsbíla á hverjum mánuði. Lang mest af því er Nissan Leaf, en af þeim bíl hafa selst 67.000 eintök í Bandaríkjunum, 46.500 í Japan og 31.000 í Evrópu. Aukning í rafmagnsbílasölu Renault-Nissan er 20% á þessu ári samanborið við síðasta ár. Renault-Nissan fullyrðir að fyrirtækin tvö eigi 58% af heimsmarkaðnum í rafmagnsbílasölu. Bílar frá þeim hefur nú þegar verið ekið 4 milljarða kílómetra og með því komið í veg fyrir 450 milljón kílóa útblástur af CO2.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent