Everton tryggði sér efsta sæti H-riðils Evrópudeildar UEFA og þar með sæti í 32-liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Wolfsburg í Þýskalandi.
Krasnodar og Lille gerðu 1-1 jafntefli í sama riðli fyrr í dag en þau úrslit þýddu að Everton var öruggt með sæti sitt í 32-liða úrslitunum.
Stigin þrjú sem liðið sótti til Þýskalands í kvöld þýðir hins vegar að Everton er öruggt með efsta sæti riðilsins en mörk frá Belgunum Romelu Lukaku og Kevin Mirallas tryggðu Everton sigurinn í kvöld.
Everton áfram í Evrópudeildinni

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

