Íslendingar borðuðu hálft tonn af kalkúni í IKEA Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 11:45 Góð stemning myndaðist á veitingastað IKEA í gær. vísir/ernir Verslunin IKEA byrjaði að bjóða upp á þakkargjörðarmáltíð í gær en hún verður í sölu til jóla. Máltíðin samanstendur af kalkúnabringu, sykurbrúnuðum kartöflum, kalkúnafyllingu, rauðkáli, maísbaunum og sósu. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, seldust um það bil 550 kíló af kalkúni og meðlæti í gær. „Við erum ekki með nákvæma tölu um hve margir borðuðu í gær þar sem margir geta verið á bak við hverja færslu. Við seldum hinsvegar tæplega þúsund skammta af kalkún og það borðuðu líklega um þrjú þúsund manns hjá okkur í gær,“ segir Þórarinn og bætir við að góð stemning hafi verið í matsölunni þó mikið hafi verið að gera. „Það var rífandi stemming í gær, sérstaklega seinnipartinn. Þó það hafi um tima myndast raðir, þá ganga þær mjög hratt fyrir sig, en fólk kann mjög vel að meta hraða þjónustu, frábært verð og þau gæði sem veitingastaður IKEA er þekktur fyrir.“ Fjölmargir landsþekktir menn skelltu sér í IKEA. Meðal þeirra sem fengu sér kalkún voru Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður og tvisvar sinnum íþróttamaður ársins og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson. IKEA Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið
Verslunin IKEA byrjaði að bjóða upp á þakkargjörðarmáltíð í gær en hún verður í sölu til jóla. Máltíðin samanstendur af kalkúnabringu, sykurbrúnuðum kartöflum, kalkúnafyllingu, rauðkáli, maísbaunum og sósu. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, seldust um það bil 550 kíló af kalkúni og meðlæti í gær. „Við erum ekki með nákvæma tölu um hve margir borðuðu í gær þar sem margir geta verið á bak við hverja færslu. Við seldum hinsvegar tæplega þúsund skammta af kalkún og það borðuðu líklega um þrjú þúsund manns hjá okkur í gær,“ segir Þórarinn og bætir við að góð stemning hafi verið í matsölunni þó mikið hafi verið að gera. „Það var rífandi stemming í gær, sérstaklega seinnipartinn. Þó það hafi um tima myndast raðir, þá ganga þær mjög hratt fyrir sig, en fólk kann mjög vel að meta hraða þjónustu, frábært verð og þau gæði sem veitingastaður IKEA er þekktur fyrir.“ Fjölmargir landsþekktir menn skelltu sér í IKEA. Meðal þeirra sem fengu sér kalkún voru Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður og tvisvar sinnum íþróttamaður ársins og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson.
IKEA Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið