Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru komnir hingað til Brussel til Belgíu og tóku flestir þátt í æfingu á Heysel-leikvanginum í kvöld.
Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik hér ytra á miðvikudagskvöld en æfingin í dag var létt og margir tóku því rólega, sérstaklega þeir sem spiluðu í gær.
Emil Hallfreðsson og Sölvi Geir Ottesen tóku þó ekki þátt í æfingunni, né heldur Kári Árnason sem er að glíma við támeiðsli.
Kári mun ekki spila gegn Belgíu sem kunnugt er en ekki er búist við öðru en að þeir Emil og Sölvi Geir verði báðir leikfærir á miðvikudagskvöld.
Hólmar Örn Eyjólfsson var kallaður inn í landsliðið með skömmum fyrirvara vegna meiðsla Kára og var hann með á æfingunni í dag.
Emil og Sölvi hvíldu á æfingunni

Tengdar fréttir

Kári með landsliðinu til Belgíu
Íslensku landsliðsmennirnir eru á leið til Brussel þar sem liðið æfir síðdegis.