Fótbolti

Kompany spilar ekki gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vincent Kompany.
Vincent Kompany. vísir/getty
Vincent Kompany, landsliðsfyrirliði Belgíu, verður ekki með í leiknum gegn Íslandi hér í Brussel annað kvöld. Það kemur fram í belgískum fjölmiðlum.

Kompany hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa en myndatökur leiddu í ljós að hann er með rifu í vöðva. Engu að síður er gert ráð fyrir að hann taki þátt í Belgíu gegn Wales í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld.

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, er sagður afar óánægður með þá ákvörðun Kompany að gefa kost á sér í landsliðið þrátt fyrir meiðslin. Hins vegar er því haldið fram að Kompany líti á það sem forgangsatriði að spila eins marga landsleiki og hann mögulega getur.

Laurent Ciman, leikmaður Standard Liege er einnig tæpur vegna nárameiðsla og þá hefur Yannick Ferreira-Carrasco hjá Monaco að glíma við meiðsli í ökkla.

Um helgina voru tveir leikmenn kallaðir inn í landsliðshóp Belga vegna meiðslanna, þeir Laurens De Bock hjá Club Brugge  og Jelle Van Damme, leikmann Standard Liege.


Tengdar fréttir

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel

Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×