Húsasmiðjan og Vesturport gera samstarfssamning Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2014 11:59 vísir/aðsend Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira