Óhollasti hamborgari í heimi? Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2014 21:57 Mynd/Greene King Breska veitingastaðakeðjan Hungry horse, eða Svangur hestur, setti nýverið nýjan hamborgara á matseðla sína. Sem væri svo sem ekki frásögum færandi, nema að vangaveltur eru uppi um hvort óhollasta hamborgara í heimi sé að ræða. Í hamborgaranum eru tveir borgarar með osti, fjórar beikonsneiðar og BBQ sósa, sem sett er á milli tveggja sykurhúðaðra kleinuhringja. Double donut burger, eins og hann er kallaður ytra, er 1.996 kaloríur, samkvæmt vef Telegraph. Sem er 98 prósent af ráðlögðum dagsskammti kvenna. Hann er auglýstur undir slagorðinu: „Svo rangt, að það er rétt.“ Á vef BBC segir að gagnrýnendur hafi kallað hamborgarann: „Hjartaáfall á diski.“ Þá hefur hamborgarinn einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni á Twitter, eins og sjá má hér að neðan. #hungryhorse Tweets Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið
Breska veitingastaðakeðjan Hungry horse, eða Svangur hestur, setti nýverið nýjan hamborgara á matseðla sína. Sem væri svo sem ekki frásögum færandi, nema að vangaveltur eru uppi um hvort óhollasta hamborgara í heimi sé að ræða. Í hamborgaranum eru tveir borgarar með osti, fjórar beikonsneiðar og BBQ sósa, sem sett er á milli tveggja sykurhúðaðra kleinuhringja. Double donut burger, eins og hann er kallaður ytra, er 1.996 kaloríur, samkvæmt vef Telegraph. Sem er 98 prósent af ráðlögðum dagsskammti kvenna. Hann er auglýstur undir slagorðinu: „Svo rangt, að það er rétt.“ Á vef BBC segir að gagnrýnendur hafi kallað hamborgarann: „Hjartaáfall á diski.“ Þá hefur hamborgarinn einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni á Twitter, eins og sjá má hér að neðan. #hungryhorse Tweets
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið