Þeir áhorfendur sem mæta á leik Tékklands og Íslands í Plzen á sunnudagskvöld fá allir bjór eftir leikinn. Plzen er þekktur fyrir bjórframleiðslu sína og framleiðandi þar í bæ tapaði veðmáli við landsliðsþjálfarann Pavel Vrba.
Bjórverksmiðjan í bænum samþykkti að gefa hverjum og einum stuðningsmanni bjór eftir leikinn gegn Íslandi ef Tékklandi tækist að fá minnst fjögur stig úr leikjunum gegn Tyrklandi og Kasakstan í síðasta mánuði.
Skemmst er frá því að segja að lærsveinar Vrba unnu báða leikina og munu áhorfendur njóta góðs af því.
Tékkland og Ísland eru bæði ósigruð á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 eftir þrjár umferðir og verður því toppsætið í húfi þegar liðin mætast á Doosan-leikvanginum í Plzen á sunnudagskvöld.
Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra

Tengdar fréttir

Telur meiðsli Tékka ekki veikja liðið
Tékkland missti tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli um síðustu helgi.

Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin
Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi.

Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska
Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska.