Formúla 1

Upptökudagur hjá McLaren-Honda

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jenson Button ekur McLaren-Mercedes bíl sínum inn á þjónustusvæðið í Brasilíu.
Jenson Button ekur McLaren-Mercedes bíl sínum inn á þjónustusvæðið í Brasilíu. Vísir/Getty
McLaren liðið mun mæta á Silverstone brautina á morgun til að prufukeyra nýja Hondu vél fyrir bíl næsta árs. Slíkt er heimilt undir því yfirskyni að um upptökur á auglýsingum sé að ræða. Aka má 100 kílómetra.

McLaren og Mercedes munu hætta samstarfi sem varað hefur í 20 ár þegar keppnin í Abú Dabí er búin. Honda mun á næsta ári skaffa liðinu vélar og verða mun stærri hluti af liðsheildinni en Mercedes var.

Liðið hefur verið að smíða þróunarbíl til að prófa ýmislegt, bíll sem er sérstaklega hannaður til prófanna en ekki keppni. Áhugaverð hugmynd, hugsanlega munu fleiri lið fylgja í kjölfarið með svipaða útfærslu, til að komast hjá prófunarbanni. Almennt gildir bannið utan skipulagðra æfinga þar sem öllum býðst að taka þátt eða með því að smíða bíl sem er nógu ólíkur keppnisbílnum til að prófa ýmsa hluti á sem er það sem McLaren hefur nú gert.

McLaren á enn eftir að tilkynna hver mun aka bílnum á Silverstone á morgun. Einnig á liðið eftir að tilkynna hvaða ökumenn muni aka fyrir það á næsta ári. Fernando Alonso er að öllum líkindum að koma til liðsins frá Ferrari á met samningi samkvæmt orðrómum. Hver verður liðsfélagi hans er enn óljóst. Það virðist nokkuð ljóst að það verður annar núverandi ökumanna liðsins en hvort það verður reynsluboltinn Jenson Button eða efnilegi nýliðinn Kevin Magnussen, það veit enginn nema Ron Dennis sennilega.


Tengdar fréttir

Framtíð Fernando Alonso í óvissu

Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár.

Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi

Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur.

McLaren með stóra uppfærslu

Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren segir að liðið muni mæta til keppni í Abú Dabí með mikið uppfærðan bíl.

Bílskúrinn: Ballið í Brasilíu í bland við framtíðarspá

Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×