Hópurinn heldur til Tékklands í dag en framundan er stórleikur heimamanna gegn Íslendingum í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016.
Leikið verður í Plzeň og verður flautað til leiks klukkan 19:45. Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Gummi Ben verða með beina texta- og útvarpslýsingu frá leiknum á Vísi.
Að ofan má sjá myndir frá þeim félögum, en hér að neðan má sjá viðtal við Víðir Reynisson, öryggisfulltrúa og Styrmir Gíslason, tengilið stuðningsmanna.