Fótbolti

Tólfan hertók Plzen | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar
Vísir/Daníel
Stuðningsmannasveitin Tólfan og aðrir stuðningsmenn íslenska landsliðsnis eru komnir til Plzen í Tékklandi þar sem Ísland mætir heimamönnum í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Hópurinn kom saman í miðbæ Plzen og gekk þaðan á veitingastaðinn Na Spilce sem er við Pilsner Urquell bruggverksmiðjuna, sem er aðeins steinsnar frá Doosan-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram í kvöld.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365 tók, var mikið stemning í hópnum og menn í góðum gír fyrir leiknum í kvöld.

Doosan-leikvangurinn tekur tæplega tólf þúsund manns í sæti og er fyrir löngu orðið uppselt á leikinn. Hann hefst klukkan 19.45 og verður flautað til leiks klukkan 19:45. Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Gummi Ben verða með beina texta- og útvarpslýsingu frá leiknum á Vísi.


Tengdar fréttir

Tólfan til Tékklands: Stuð og stemning í Tólfunni

Félagarnir Davíð Óskar Ólafsson og Þorsteinn Magnússon tilheyra fríðum og háværum hópi grjótharðra stuðningsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu. Sjáðu myndir og myndbönd.

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×