Fótbolti

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni í Plzen í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni í Plzen í kvöld. Vísir/Daníel
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu beið lægri hlut 2-1 í Tékklandi í kvöld. Ragnar Sigurðsson kom okkar mönnum yfir strax á níundu mínútu en eftir það tóku Tékkar völdin. Þeir jöfnuðu með síðusut spyrnu fyrri hálfleiks en sigurmarkið var sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar í síðari hálfleik. Umfjöllun um leikinn má lesa hér.

Sparkspekingar tjáðu sig á Twitter í leikslok og sýndist sitt hverjum um frammistöðu okkar manna sem hafa verið á flugi undanfarin tvö ár undir stjórn þeirra Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerbäck. Skoðanir úr ýmsum áttum má lesa hér að neðan.

Mörkin úr leiknum má sjá hér.


Tengdar fréttir

Landsmenn á nálum yfir leiknum

Íslendingar eru límdir við sjónvarps- og tölvuskjána í kvöld enda stórleikur í Tékklandi. Karlalandslið Íslands mætir heimamönnum í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×