Fótbolti

Heimir: Engin ró og miðjan komst aldrei inn í leikinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Við náðum okkur aldrei á strik í þessum leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við íþróttadeild 365 eftir 2-1 tapið gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 í gærkvöldi.

„Við náðum aldrei upp okkar spili, það var aldrei ró og miðjan komst ekkert inn í leikinn. Við misstum boltann líka alltof auðveldlega. Tékkarnir voru grimmari, sterkari og undan í fyrsta og annan bolta. Við náðum bara aldrei takti í leiknum,“ sagði Heimir.

Aðspurður hvort Belgaleikurinn hefði eftir á haft slæm áhrif á undirbúninginn sagði Heimir: „Það er ekki hægt að kenna Belgaleiknum um þetta. Tékkarnir yfirspiluðu okkur og við verðum bara að taka hattinn ofan fyrir því. Við áttum í erfiðumleikum með þá allan tímann.“

Theodór Elmar Bjarnason átti í miklum vandræðum í hægri bakverðinum og var Heimir spurður hvort ekki hefði mátt gera breytingar fyrr.

„Við ætluðum að skipta áður en þeir skoruðu annað markið. Við reyndum að laga það sem var að taktískt en kannski hefðum við getað gert breytingar fyrr. Ég veit samt ekki hvort það hefði komið í veg fyrir sigurmarkið.“

Allt viðtalið sem Guðmundur Benediktsson tók eftir leik má sjá í spilaranum hér að ofan.




Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Landsmenn á nálum yfir leiknum

Íslendingar eru límdir við sjónvarps- og tölvuskjána í kvöld enda stórleikur í Tékklandi. Karlalandslið Íslands mætir heimamönnum í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×