Fótbolti

Kolbeinn: Enginn að væla ef við nýtum færin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Mér fannst við gefa þetta frá okkur í fyrri hálfleik. Þó svo að við vorum ekki að spila vel þá vorum við með 1-0 forystu og virtumst bara sáttir við það.“

„En við vildum halda marki hreinu og því var það mikið rothögg fyrir liðið að fá þetta mark á sig. Við vorum líka of varkárir fannst mér og ekki að ná upp góðu spili í liðinu, né heldur að vinna seinni boltann þegar hann kom fram.“

„Við áttum þó okkar færi og ef að við hefðum nýtt þau þá væri enginn að væla í dag.“

Kolbeinn komst nálægt því að koma Íslandi í 2-0 forystu í fyrri hálfleik, áður en Tékkar jöfnuðu metin. „Ég vissi að varnarmaðurinn var að koma og hafði ekki mikinn tíma. Hann gerði vel, náði að trufla mig og ég fékk ekki nægan tíma til að athafna mig.“

„En við vorum bara ekki nógu góðir í dag. Menn voru ekki hundrað prósent í dag og það dugar ekki gegn Tékkum.“

„Við verðum að líta í okkar barm og sjá hvað við getum gert. Staðan okkar er enn fín og þetta er ekkert stórmál ef við hífum okkur upp fyrir næsta leik.“


Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn

Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×