Fótbolti

Sjáðu fagnaðarlætin úr íslensku stúkunni | Myndband

Kristinn Páll Teitsson í Plzen skrifar
Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki Ragnars.
Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki Ragnars. Vísir/Daníel
Það ætlaði allt um koll að keyra í íslensku stúkunni þegar Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir í upphafi leiksins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í kvöld. Markið kom beint fyrir framan íslensku stuðningsmennina sem fögnuðu af krafti.

Rúmlega sjö hundruð Íslendingar voru á vellinum í Plzen í kvöld og sungu þeir allan leikinn þrátt fyrir að Ísland hafi að lokum tapað naumlega.

Erla Sóley Frostadóttir var í stúkunni og tók myndband þegar Ragnar skoraði mark Íslands í leiknum.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn

Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Theódór Elmar: Er óánægður með eigin frammistöðu

Einstaklingsmistök gerðu það að verkum að leikskipulag íslenska landsliðsins gekk ekki upp í naumu tapi gegn Tékklandi í kvöld að mati Theódórs Elmars, leikmanns íslenska landsliðsins.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×