Caterham fær að keppa í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 10:24 Formúlu 1 bíll Caterham. Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent
Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent