Kona í keppni við Van Persie, Zlatan og Diego Costa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 22:30 Stephanie Roche, til hægri, í leik með írska landsliðinu. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt. Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði magnað mark á árinu og það mark er einnig tilnefnt í ár. Markið skoraði Roche í leik með Peamount United á móti Wexford Youths sem eru ekki beint frægustu fótboltafélög heimsins. Upptaka með marki Stephanie Roche fór eins og eldur um sinu um vefinn og eftir að myndbandið hafi fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Youtube þá ákvað FIFA að tilefna það fyrir kjörið á marki ársins. Það er hægt að sjá markið hennar hér fyrir neðan. Þetta er líka stórkostlegt mark. Stephanie Roche fékk boltann fyrir utan teig og með bakið í markið. Hún tók við boltanum lyfti honum yfir höfuð sér með annarri snertingu og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð við þessu marki. Athyglin sem markið er að fá hefur líka hjálpað að vekja meiri athygli á kvennafótboltanum sem ég er mjög ánægð með," sagði Stephanie Roche í viðtali við Guardian. Það er hægt að kjósa um besta markið á FIFA-síðunni. Til greina koma mörk með Tim Cahill, Diego Costa, Marco Fabian, Zlatan Ibrahimovic, Pajtim Kasami, Stephanie Roche, James Rodriguez, Camilo Sanvezzo, Hisato Sato og Robin van Persie. Stephanie Roche spilar ekki lengur með Peamount United því hún er núna leikmaður með franska liðinu Albi. Enski boltinn Fréttir ársins 2014 HM 2014 í Brasilíu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt. Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði magnað mark á árinu og það mark er einnig tilnefnt í ár. Markið skoraði Roche í leik með Peamount United á móti Wexford Youths sem eru ekki beint frægustu fótboltafélög heimsins. Upptaka með marki Stephanie Roche fór eins og eldur um sinu um vefinn og eftir að myndbandið hafi fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Youtube þá ákvað FIFA að tilefna það fyrir kjörið á marki ársins. Það er hægt að sjá markið hennar hér fyrir neðan. Þetta er líka stórkostlegt mark. Stephanie Roche fékk boltann fyrir utan teig og með bakið í markið. Hún tók við boltanum lyfti honum yfir höfuð sér með annarri snertingu og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð við þessu marki. Athyglin sem markið er að fá hefur líka hjálpað að vekja meiri athygli á kvennafótboltanum sem ég er mjög ánægð með," sagði Stephanie Roche í viðtali við Guardian. Það er hægt að kjósa um besta markið á FIFA-síðunni. Til greina koma mörk með Tim Cahill, Diego Costa, Marco Fabian, Zlatan Ibrahimovic, Pajtim Kasami, Stephanie Roche, James Rodriguez, Camilo Sanvezzo, Hisato Sato og Robin van Persie. Stephanie Roche spilar ekki lengur með Peamount United því hún er núna leikmaður með franska liðinu Albi.
Enski boltinn Fréttir ársins 2014 HM 2014 í Brasilíu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira