Nýr Mazda CX-3 Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 09:26 Mazda CX-3. Mazda kynnir nú glænýjan jeppling á bílasýningunni í Los Angeles, Mazda CX-3. Sýningin opnar fyrir almenning á föstudaginn, en blaðamenn í dag. Mazda CX-3 er byggður á smábílnum Mazda2 og því er hér um að ræða fremur smávaxinn jeppling, eins og svo margir bílaframleiðendur smíða í dag. Eins og í flestum öðrum Mazda bílum situr 2,0 lítra Skyactive vél undir húddinu sem getur bæði tengst 6 gíra beinskiptingu sem sjálfskiptingu. Bíllinn mun bæði fást fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn, en fjórhjóladrifið er það sama og finnst í Mazda CX-5 jepplingnum, sem selst hefur eins og heitar lummur um allan heim. Innréttingin í Mazda CX-3 er nauðalík þeirri í Mazda2 og naumhyggjuleg þar sem takkaflóðið er ekki allsráðandi. Það sem vekur helst athygli í innréttingunni er upplýsingaskjár sem sprettur uppúr mælaborðinu við ræsingu, búnaður sem helst hefur sést í dýrari bílum. Gera má ráð fyrir að Mazda mokselji af þessum nýja jepplingi, en öllum nýjum bílum Mazda hefur verið tekið með kostum á undanförnum misserum, enda hafa bílarnir allir þótt afar vel heppnaðir og með frábærar vélar. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent
Mazda kynnir nú glænýjan jeppling á bílasýningunni í Los Angeles, Mazda CX-3. Sýningin opnar fyrir almenning á föstudaginn, en blaðamenn í dag. Mazda CX-3 er byggður á smábílnum Mazda2 og því er hér um að ræða fremur smávaxinn jeppling, eins og svo margir bílaframleiðendur smíða í dag. Eins og í flestum öðrum Mazda bílum situr 2,0 lítra Skyactive vél undir húddinu sem getur bæði tengst 6 gíra beinskiptingu sem sjálfskiptingu. Bíllinn mun bæði fást fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn, en fjórhjóladrifið er það sama og finnst í Mazda CX-5 jepplingnum, sem selst hefur eins og heitar lummur um allan heim. Innréttingin í Mazda CX-3 er nauðalík þeirri í Mazda2 og naumhyggjuleg þar sem takkaflóðið er ekki allsráðandi. Það sem vekur helst athygli í innréttingunni er upplýsingaskjár sem sprettur uppúr mælaborðinu við ræsingu, búnaður sem helst hefur sést í dýrari bílum. Gera má ráð fyrir að Mazda mokselji af þessum nýja jepplingi, en öllum nýjum bílum Mazda hefur verið tekið með kostum á undanförnum misserum, enda hafa bílarnir allir þótt afar vel heppnaðir og með frábærar vélar.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent